Filmubútur

Föðurafi minn var áhugaljósmyndari, þegar hann dó 1976, skildi hann eftir sig dálaglegt safn slidesmynda. Myndirnar og sýningarvélin hans lentu hjá pabba. Um daginn þurfti ég bráðnauðsynlega á slidessýningarvél að halda. Ég mundi að vélin hans afa væri einhverstaðar undir súð á mínu æskuheimili.

Vélina fann ég og setti í gang. Viftan og peran bæði heil, en vélin er svo öldruð að peran er á stærð við venjulega snúna kertaperu og reimar í vélinni eru úr leðri. Nema þegar ég kem þangað sem ég ætla að nota vélina uppgötva ég að geislinn er ekki nógu skarpur, eiginlega alveg hræðilega daufur. Ég ákveð með det samme að skrúfa allt draslið í sundur og þrífa.

Hvað haldið þið að ég hafi fundið inn í vélinni?

Nema stráheilann filmubút, af Surtseyjargosi. Búturinn er vel varðveittur, en mig vantar hinsvegar enn um sinn betri vél. Nú þarf ég bara að skanna bútinn og skella hér inn. Þarf held ég einn dag með tölvunni í myndvinnslu svona almennt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir leynast víða gullmolarnir

sita (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Þetta hljómar spennandi!

Júlíus Valsson, 4.2.2008 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband