Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Hver eru verkfæri leikskólans til að vinna með jafnrétti kynjanna?

Var að skoða gamalt efni í tölvunni minni og rakst á þetta. Var hluti af fyrirlestri sem ég var með í leikskólafræði. Einhver leikskólakennari sem les bloggið mitt gæti haft á þessu áhuga og viljað ígrunda það sem þarna kemur fram.

 

Er byggt á kafla eftir Glendu Mac Naugthon (1998)  í bókinni: Gender in Early Childhood, í ritstjórn, Nicola Yelland

 

Í kaflanum er byrjað á að segja frá hvernig tæki jafnréttissinnar innan leikskólans hafa verið að nota síðustu 20 ár til að hafa áhrif og til breytinga og á hvaða hugmyndafræði þau byggja. Sem dæmi er algengt að stelpur séu hvattar til að leika með byggingarefni með það að  markmiði að ýta undir vísindalega og röklega hugsun hjá þeim. Í öðru lagi er stelpur hvattar til að vera þátttakendur í leik sem ekki telst vera dæmigerður stelpuleikur. Er það gert með það að markmiði að víkka út sjóndeildarhring stelpnanna. Byggja þessi tæki á þeirri hugmynd að allar konur og karlmenn eigi að njóta sama réttar og sömu tækifæra. Og í gegn um tæki félagsmótunnar sé hægt að hafa áhrif á þessi viðhorf.

 

Kaflinn greinir nánar frá rannsókn þar sem ákveðið var að fylgja eftir leikskólakennara sem ætlaði sér að skoða og breyta leik í heimils- og kubbakrók. Kennarinn er nefnd Fay. Fay hafði sterkar hugmyndir um jafnrétti sem tengdust starfsímynd hennar sem leikskólakennari sterklega. Hún var í hóp leiksólakennara sem hittist mánaðalega til að ræða um jafnréttismál út frá sjónarhorni kvennafræðinnar. Í nokkra mánuði fylgdist hún með leik barnanna á deildinni sinni. Hún komst að því að leikurinn féll vel að því sem rannsóknir hafa sýnt það er að ákveðið kynjamunstur má finna í leik. Strákarnir voru virkari í kubbum á meðan stelpur voru virkari í heimils-krók og á leikssvæðum sem krefjast minni líkamlegrar áreynslu. Eftir að Fay kom í leshópinn skilgreindi hún jafnrétti meira og minna það að stelpur og strákar ættu að vera að fást við sömu viðfangsefni og það ætti að koma fram við þau á sem líkastan hátt. Hún skilgreindi líka hlutverk sitt sem sú sem hvetur barnið áfram á þroskabrautinni með því meðal annars að vera sú sem skipuleggur umhverfið þannig að ákveðið jafnvægi ríki þar. Og að þar ætti að gilda frjálst val fyrir börn. Þetta merkti að Fay varð að skipuleggja leiksvæði þannig að réttu leikefnin væru kynnt á réttan hátt.    

 

Fay komst að því að stelpur og strákar léku sér á mjög ólíkan hátt með kubba og féll niðurstaða hennar að því sem aðrar rannsóknir höfðu sýnt.  Hún komst að því að ekki voru öll börn sem léku sér með kubba, sérstaklega átti það við stelpurnar. Fay ákvað sem fyrr segir að breyta leikhorninu og sameinaði heimils- og kubbakrók í eitt og gaf svæðinu nýtt nafn “leikræntjáning” (dramtatic). Tók það börnin um 3 mánuði að fara með leikföng á milli þessara svæða. En leikurinn breyttist lítið. Börnin lærðu nýju nöfnin fljótt en ekki til þess að það breytti leiknum.

 

Hversvegna mistókst þessi tilraun Fay?

 

Samkvæmt kvennafræðinni í dag er því haldið fram að starfsfólk verði að vera þátttakendur í leik barnanna til að breyta kynjamunstrinu, það breytist ekki bara með því að breyta umhverfinu og hugtökum. Það að vona að börnin mundu ósjálfrátt sjúga eins og svampar upp hið kynlausa umhverfi er talið bæði óraunhæft og dæmt til að mistakast.

  

Mér finnst þessi kafli falla svo vel að því sem ég skrifaðu hér að neðan um reynslu Miu hinnar sænsku af svipuðum breytingum að hann ætti heima hér.


Sparkvöllur, hallargarður og auðmenn Íslands

Þegar drengirnir okkar voru litlir var aðal hóp/fótboltasvæði litli sparkvöllurinn á bak við Fríkirkjuveg 11. Hér í neðri hluta Þingholtanna voru á þessum tíma nokkur svæði þar sem börn gátu leikið, það var garðurinn við Næpuna, þar er og var ágætis grasflöt, í garðinum við borgarbókasafnið í Þingholtsstræti (Esjuberg) og svo Hallargarðurinn, en aðallega sparkvöllurinn þar. Nú er búið að selja öll þessi hús til einkaaðila. Þegar til stóð að selja Fríkirkjuveg 11, var okkur borgarbúum lofað að garðurinn fylgdi ekki með. Nú virðist annað vera upp á tengingunum. Á Fríkirkjuvegi 11 hefur verið fjölmenn borgarstofnun sem virðist hafa þrifist ágætlega við hlið vallarins. Þegar sala á þessum húsum var kynnt á sínum tíma var okkur borgarbúum tjáð að einkaaðilar gerðu þessum húsum meiri sóma en opinberar stofnanir. Lesendur verða að afsaka að ég get því miður ekki séð að ofangreindum húsum hafi verið gerður neinn sérstakur sómi með sölunni. Það sé t.d. betur um þau hirt eða þau nýtt í þágu almennings eins og til stóð með t.d. Esjuberg, (mig minnir að borgaryfirvöld hafi verið svo ánægð með að selja, þar sem þar átti að reka frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk eða eitthvað slíkt).

 

Fyrir nokkrum vikum voru ýmsir bloggarar yfirsig hneykslaðir á verktaka sem lætur húsið sitt við Bergstaðastræti drabbast niður, heyrðust raddir um að þetta væri kunn aðferð til að fá að rífa viðkomandi byggingu.Leyfa henni að verða svo mikil óprýði að nágrennið krefðist þess að hún væri látin fara. Mér hefur reyndar sýnst það sama um sparkvöllinn á bak við Fríkirkjuveg 11, hann er í algjörri niðurníðslu. Kannski það sé líka leið borgaryfirvalda til þess að fá okkur auma borgaranna til að samþykja glórulausa meðferð á eignum borgarinnar. Láta þá þær drabbast niður svo við fögnum peningar-mönnunum eins og frelsandi englum.

 

Niðurstaðan er að leiksvæði barnanna í miðbænum lokast hvert á fætur öðru. Ég vona að nýr meirihluti láti það ekki henda með Hallargarðinn og sparkvöllinn.


Byggingasvæði leikskóla - jafnréttissvæði

Af byggingarsvæði í Stokkhómskum leikskóla

Í vikunni fékk ég nýja sænska bók um byggingarleiki í leikskólum (Bygg og konstruktion i förskolan). Bókin er eftir sænskan leikskólakennara Miu Mylesand, sem reyndar hefur komið til Íslands og haldið erindi um efnið á vegum HA. Hluti af bókinni fer í að lýsa því þegar gamli leikskóli barnanna Trollet í Kalmar var rifinn og nýr byggður. M.a. er sagt frá samstarfi barna, arkitekta og verktaka.

En mest fjallar bókin um byggingaleiki og byggingasvæði í leikskólum. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttum efnivið, þar er ekki sama hreinstefnan í gangi og finna má í mörgum íslenskum leikskólum. Í bókinni er sagt frá því þegar þau ákváðu að færa bæði bíla og dúkkuhúsadótið inn á byggingarsvæðið, og í leiðinni útvíkka hugmyndir sínar um hvað er byggingarefni. Síðan er fjallað um hvaða áhrif það hafði á leik barnanna. Í bókinni veltir Mia töluvert fyrir sér kynjuðum leik barna, hvað og hvernig hægt er að hafa áhrif á hann.  

Rætur jafnréttisumræðunnar rekur Mia til 1993 þegar eitt foreldrið fór að velta fyrir sér og spyrja um hvort að starfsfólk ynni öðruvísi með stelpum en strákum. Foreldrið vildi fá að vita hvort að stelpur og strákar léku sérstaklega með einhvern efnivið og hvort þemum væri skipulögð þannig að meira tillit væri tekið til annars kynsins.

Þessar vagnaveltur leiddu til þess að þau ákváðu að skoða málið og komust að því að strákarnir voru ráðandi við ákveðnar aðstæður. Þau veltu fyrir sér hvernig hægt væri að mæta þessu og ákváðu að skipta stelpum og strákum eftir kyni á matarborðin og ákveðna daga væru börnin í kynjaskiptum hópum.  

Hugmyndafræðin var að leyfa stelpunum og strákum að takast á við verkefni á eigin forsendum, en ekki forsendum hins kynsins. En þrátt fyrir að stelpunum var t.d. skapaður tími og vettvangur til að byggja, höfðu þær engan sérstakan áhuga. Með tímanum náðu þær þó einhverri færni en byggðu samt aðallega einar til að byrja með. Mia segir að þetta hafi leitt til þess að þau "normaliseruðu" allar stelpur og ákváðu þeim tiltekna eiginleika út frá kyni, og sama hafi átt við um strákana. Þetta sá hún þegar hún leit í baksýnisspegilinn, en segir jafnframt að það jákvæða við þessa tilraun hafi verið að hún/þau fóru að gera sér grein fyrir áhrifum þess hlutverks sem starfsfólkið valdi sér á barnahópinn.  

Mia segir að það hafi verið með uppeldisfræðilegri skráningu sem hún hafi uppgötvað eigin fordóma og staðalmyndir, og þær hafi hjálpað að taka næsta skref. Sjálf hafi hún t.d. trúað því að strákar byggðu mannvirki s.s. vegi og hús á meðan stelpurnar vildu byggja í kring um dýrin og dúkkudótið (staði þar sem félagsleg samskipti ættu sér stað). "Þegar ég sá að stelpurnar vildu gjarnan byggja með falllegum litríkum kubbum og hafa ríkt efnisval opnuðust augu mín". Uppeldisfræðilega skráningin breytti sýn hennar og hún segist skynja að öll börn byggja ólíkt eins og þau skynja veröldina í kring um sig á mismunandi hátt. 

 

Mia segir að það sem þau hafi sem sé uppgötvað að því ríkari sem efniviðurinn er því meiri möguleika bíður hann upp á, í leik og sköpun. Möguleika til að endurskapa veröldina og þá reynslu sem börnin búa yfir. Þannig hafi bæði leikurinn og meðferð barnanna á efniviðnum þróast.

Í dag 14 árum seinna segist Mia ekki sjá mun á því hvernig kynin leika á byggingarsvæðinu. Ef börn frá unga aldri eru með leikskólakennara sem leggja áherslu á byggingarleiki, að bæði stúlkur og drengir byggi, þá verða bæði kynin byggingameistarar segir Mia. Að kynjaskipta börnunum var fyrir þau fyrsta skrefið upp úr hjólförunum, í gegn um uppeldisfræðilega skráningu fundu þau út að ákveðinn efniviður hugnaðist stelpum betur. Þau gerðu sér grein fyrir að ef byggingarsvæðið átti að verða fundarstaður beggja kynja og allra barna, yrði efnið þar að höfða til allra barna.

Hugmyndin er ekki að börn eigi að byggja vegna þess að það er hollt og gott, heldur vegna þess að byggingarsvæðið er svæði þar sem nám á sér stað, þar sem börn fá tækifæri og næði til að þróa færni og hugmyndir. Þess vegna krefst byggingarsvæðið líka mismunandi efniviðar. En á Trollet trúir fólk því líka að byggingarleikir og hlutverka- og þykjustuleikir eigi heima hlið við hlið, að á milli þeirra sé brú sem börnin eru síflellt að krossa. Vegna þessa sjónarmiðs á margt núna heima á byggingarsvæðinu sem áður átti heima á tilteknum stöðum eða hornum í leikskólanum .

Fólkið á Trollet hefur verið upptekið af því að pæla í hvað styður við byggingaleikinn, hvernig efnivið þarf til að byggja rosa hátt, hvaða efnivið þarf til að skapa undirstöður og jafnvægi, hvaða efniviður lokkar stúlkur og drengi að byggingarsvæðinu. Þau hafa verið upptekin við að skoða hvernig börn smita hvert annað af byggingaráhuga, hvernig hægt sé að styðja við þá hugmynd á meðal barnanna að það sé jafn mikilvægt fyrir stráka og stelpur að byggja "fallegar" byggingar.   

Bókin er annars hafsjór hugmynda og pælinga um byggingarleiki og hvet ég flesta leikskólakennara til að verða sér út um hana.  


Leikskólinn, verkstæði eða heimili eða hvorutveggja?

kubbasvæði

Ég ákvað að setja aftur inn færslu frá því í júní um skilaboðin sem finna má í rýminu. Ég nefnilega nennti ekki að skella inn myndum með á þeim tíma, nú er ég búin að því, þær má finna hér. Í málstofunni málþingi KHÍ hjá mér á fimmtudag spunnust miklar umræður um hvernig leikskólar geta mögulega litið út. Erindið mitt hét, Leikskólinn á að líkjast heimili?, en spurningarmerkið vantaði í pappírana, svo kannski kom fólk að hlusta fólk í þeirri trú að ég ætlaði að tala um litla sæta notalega og heimilislega leikskóla. Þeir sem það gerðu urðu fyrir vonbrigðum. Hinsvegar skapaðist mjög skemmtileg umræða. þar sem ýmis sjónarhorn komu fram.  

Mismunandi leikskólastefnur eða nálganir leggja áherslu á mismunandi umhverfi. Það er hægt að skoða áherslur og sýn tilbarna með því að skoða umhverfi og skipulag leikskóla.

Rýmið sem við lifum í mótar okkur. Yi-Fu Tuan lítur á manngert rými sem "texta sem felur í skilaboð um hegðunarreglur og jafnvel um viðhorfum til heimsins"  og sem  "afmarkar og stækkar samfélagið" Því er haldið fram að manngerð svæði móti, hjálpi til við að bera kennsl á og afmarki þá möguleika og virkni sem rýmið bíður upp á. Þetta felur í sér  - að það felist skilaboð í því hvernig við höfum í kringum okkur, hvernig við hugsum rýmið.

 

Sænskir skólar sem vinna í anda Reggio Emilia

Nýlega var ég í heimsókn í tveimur leikskólum í Stokkhólmi, báðir vinna þeir í anda leikskólastarfs í Reggio Emilia. Þau skilaboða sem ég upplifði á þessum tveimur stöðum voru þó nokkuð ólík. Meðal þess er hvernig þessir skólar nýta rýmið. Hver sem er gat séð að skólarnir vinna samkvæmt svipuðum hugmyndum, um að börn verði að eiga sér sögu innan skólans, að þeim sé þar bæði sín eigin fortíð og nám ljóst.

 

Lýðræði og traust

Skólarnir báðir voru skólar möguleika, hópavinnu, lýðræðis og  trausts í garð barna. Þar er ljóst að sú hugmynd að verkefni barna á veggjum séu subbuskapur sem þurfi að afsóða reglulega, á ekki við. Þar er ekki gefin út þau skilaboð að myndir á vegg séu tímasóun starfsfólks eða ofáreiti fyrir hegðunartrufluð börn eins og til er í fjölda íslenskra leikskóla. Viðhorf sem er mér gjörsamlega óskiljanlegt. Ég held að þvert á móti að með slíkum skilaboðum sé verið að senda allt önnur skilaboð til barna. Annað atriði sem ég ætla ekki að gera að umfjöllun minni en er órjúfanlega tengd notkun á rými og skilaboðum sem send eru er dagskipulag og stundaskrár. Þar erum við föst í gamalli hugmyndafræði sem við höfum fæst þorað að brjóta okkur út úr. Hugmyndafræði sem byggir sennilega minnst á lýðræði og meira á hentugleika.

 

Ofvirk börn

Ég spurði í þeim leikskóla sem gekk nú reyndar of langt fyrir minn smekk í að setja upp skráningar, ég verð að viðurkenna að ég fell fyrir fagurfræði Ítalanna sem leggja mikla vinnu og pælingar í hvernig þeir nýta rýmið til að endurspegla sögu og nám barna af sjónarhóli fagurfræðinnar. Ég spurði, "hvernig er fyrir ofvirk börn með einbeitingarörðuleika að vera í þessu fulla rými". Jú sögðu þær, "það gengur mjög vel, því við flokkum allt upp sem við hengjum upp, þannig nær barnið skipulegi í það sem getur virst vera kaos fyrir þig. Við leiðum það að skráningum og ræðum þær, þetta verður meira að segja til þess að börnin leita þangað þegar þeim er órótt, þau ná að tengja sig við sína eigin sögu".

 

Hvað skilaboð?

Skilaboðin sem börnin í þessum skólum fá er að nám þeirra og verk skipta máli, að saga þeirra innan leikskólans skipti máli. Þó áhersla sé á þroska hvers einstaklings er ekki áhersla á að hver einstaklingur verði og eigi að taka öll verkefni með sér heim. Leikskólarnir leggja þvert á móti metnað í að tryggja spor barnanna, tryggja að saga þeirra í skólanum sé til staðar eftir ár og áratugi. Þetta er gert með því að nota uppeldisfræðilega skráningu.

 

Saga mín

Nýlega var ég í heimsókn í íslenskum leikskóla, á sama tíma var þar 15 ára unglingur í starfskynningu. Ástæða þess að hann valdi leikskólann var að hann hafði verið leikskólabarn þar. Það fyrsta sem hann gerði var að leita eftir einhverju kunnuglegu úr leikfangaeign skólans, hann leitaði að myndum, hann var að leita að fortíð sinni í þessum skóla. Þetta og fleiri svipuð dæmi urðu til þess að í þessum leikskóla er nú haldið í  minningar barna. Þau hafa komið sér upp skáp og möppum til þess. Þau vilja senda þeim börnum sem einn dag koma í leit að sögu sinni skilaboð - um að hún skipti máli.  

 

Hvaða skilaboð má lesa út úr annarskonar hugmyndafræði í leikskólum?

Leikskóli eins og t.d. Waldorf skólarnir (líka stundum nefndir Steiner skólar) leggja áherslu á náttúrulegt umhverfi, þar eiga ekki að vera nútímatæki og ekki bækur. Þar er áhersla á að nota leikföng sem unnin er úr náttúrulegum efnum, bómull, ull, silki, pappír og tré. Málað er með sérstökum litum og trélitir eru mikið notaðir. Vaxlitir eru úr bývaxi en það er líka notað sem leir. Lögð er áhersla á opin efnivið, mikla sköpun og nauðsyn leiksins. Starfsfólk vinnur að sínum verkefnum og börnin læra af. Hver dagur er helgaður eigin ritma og árið fylgir ritma árstíðanna. Matur er lífrænn og mikil áhersla lögð á hollustu. Sennilega er hægt að setja næstum hvaða Waldorf-leiksóla nokkuð beint inn í hugmyndafræði um sjálfbæra þróun og staðardagskrá 21. Sú sýn sem birtist á barnið og veröldina  er rómantísk, þar sem ýmsum gildum hins hraða samfélags er hafnað. Því lífi sem flest börn í Waldorfskólum lifa utan skólasamfélagsins og á ég þá við leikföng, bækur, tölvur og sjónvarp er hafnað og það á ekki heima innan skólans.

Álitið er að barnið þarfnast umhyggju og þess að vera "vafið þétt í ull". Það er hinn fullorðni sem hefur vit og á að hafa vit til að velja rétt fyrir barnið í frumbernsku.

Í Waldorfskólum eiga engin horn að vera 90 gráður því þannig er náttúruna ekki. Húsnæðið á að endurspegla eins og kostur er sjálfa náttúruna. Ég finn vel að þessar rómatísku áherslur eiga að hluta til vel við mig. Þær kalla fram tilfinningar vellíða. En samt hef ég aldrei getað hugsað mér að verða algjörlega Waldorf. Sennilega er það tæknidellan sem ég er illa haldinn sem kemur í veg fyrir það.



Til hamingju Olga og hinar líka auðvitað

Verð að fá að óska litlu frænku minni (sem er reyndar töluvert hærri en ég) til hamingju, frábær árangur hjá henni og samstarfskonum hennar.  Ég er verulega montin fyrir hennar hönd og ef amma væri hér enn mundi hún rifna úr stolti. Nú verð ég að drífa mig á Kjarvalstaði og skoða.  
mbl.is VA arkitektar hlutu Íslensku byggingarlistarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bugðuleikskólar

        

 

  

 

 

Til hamingju með daginn Bugðuleikskólar. Það var gaman að vera með ykkur í dag. Þið eruð jákvæður og glaður hópur. Það var gaman að fá að vera með á Rauðavaði í morgun, fá að sjá allar þær frábæru smiðjur sem starfsfólk þessara leikskóla var búið að setja saman. Það var gaman að sjá þegar þið komuð niður í Miðbæjarskóla hvað þið voruð fljót að koma ykkur að verki, hversu djúpt þið sukkuð í leikinn. Hversu vel þið náðuð að blandast þvert á skóla. Því miður tók ég ekki nóg af myndum en þær sem ég tók eru hér til hliðar í albúmi merktu Bugðuleikskólar.  

 

leikur með ull, steina og spegla     ljósaborð og speglar

ljósaborð og plöntur      litir, skörun, á ljósaborði

8 % af heildarlaunum í yfirvinnu í leikskólum 36 % á framkvæmdasviði

Það þarf ekki annað en að sjá svona tölur til að skynja að leikskólarnir eru til þess að gera vel reknar borgastofnanir. Fyrir utan að yfirvinnutalan er lág eru grunnlaunin líka sennilega mun lægri en hjá framkvæmdasviði borgarinnar. Vandmálið er að umönnunarstéttirnar eru til þess að gera fjölmennar og því þýða litlar hækkanir mikil áhrif á borgasjóð. En ég vona að sannarlega að það sem búið er að ákveða verði til þess að fólk fáist til starfa og það fólk sem fyrir er gefist ekki upp, eins og virðist líka vera að gerast á mörgum stöðum.  Að borgin verði í raun og sann eftirsóknarverður staður til að starfa á.
mbl.is Grípa til aðgerða til að gera borgina að betri vinnustað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bisí vika

Ég er ekki í bloggfrí eins og mér virðist vinsælt að tilkynna, ég er bara búin að vera bisí þessa vikuna, svona leit vikan mín út:

Mánudagur, ákvað að hafa míni vísindasmiðju á sameiningalegum starfsdegi fjögurra leikskóla  (80 manns frá Klömbrum, Rauðhól, Brákaborg og Garðaborg) í Reykjavík, legg hana út frá hugmyndum um leikskóla sem verkstæði, um að slíkir skólar styðji við gagnrýna hugsun, skapandi starf og lýðræði. Ætlaði upphaflega að vera með fyrirlestur í máli og myndum, hafði sagt nei við að vera með vísindasmiðju, m.a. vegn stærðar hópsins, en skipti sem sagt um skoðun. Æskilegur hluti af míní vísindasmiðju er að hafa ljósaborð, eitt dugar ekki, svo ég lagðist í skoðunarferð og fann efni sem hægt væri að nýta til að smíða slíkan grip. Það þýddi að ég keyrði Reykjavík endilanga og líka inn í Hafnarfjörð. Þegar ég taldi mig hafa fundið það sem til þurfti, skrapp ég til pabba, rafvirkjameistarans og spurði hvort hann væri ekki til í að smíða sex stykki fyrir mig fyrir föstudag. Hann skoðaði þetta og sagði svo ekkert mál.  En þá þurfi víst að bæta ýmsu smálegu við svo gripurinn stæðist skoðun hvaða rafmagnseftirlits sem er.  

Þriðjudagur, kenna í Hafnarfirði, kaupa það sem uppá vantaði fyrir ljósaborðin, skreppa á kaffihús. huga að fyrirlestrum, skipuleggja efnivið vísindasmiðjunnar.

Miðvikudagur, flug á Akureyri klukkan 7.45 Morgunkaffi með vinnufélögum, skreppa í listgreinastofuna og fara í gegn um alla mína vísindasmiðjukassa. kenna, skreppa aftur  í listgreinastofu, brautarfundur, aftur í listgreinastofu og svo heim með flugi klukkan 19. Heima beið eiginmaður, sonur, tengdadóttir og auðvitað litli mann sonarsonurinn sem er orðin 3ja vikna.  Þegar þau fóru, huga aftur að erindinu fyrir daginn í dag.   

Fimmtudagur, fór í morgun með kassa til pabba, skrapp í IKEA til að kaupa flokkunarkassa fyrir vísindasmiðjuna. heim í hádeginu, kláraði fyrirlesturinn, rauk upp í KHÍ og hlustaði á setninguna, hugleiðing Vilborgar Dagbjartsdóttur stóð upp úr, Ingólfur var líka fínn að venju og fjallaði um mál sem er okkur flestum í leikskólanum hugleikið, nefnilega umhyggjuna. Er hún meðfædd eða lærð, hann segir lærð. Ég flutti minn fyrirlestur, miklar umræður sköpuðust. Þurfti að rjúka um leið og hann var búin til að fara með Lilló  á forsýningu á Breiðavíkur heimildarmyndinni en hann var að vinna að rannsóknum fyrir hana. Fórum svo til pabba og mömmu og náðum í öll ljósaborðin, ótrúlega flott hjá honum, enda nokkra tíma vinna og maus á bak við hvert þeirra. Heim, ég að skipuleggja allar vinnustöðvar morgundagsins í vinnusmiðjunni, þær verða 15. Skipulagði alla kassana og troðfyllti bílinn.

Föstudagur, mæta með allt í salinn í miðbæjarskólanum klukkan 9. svo tekur við dagskrár til 19...

Skrifa kannski um hana á morgun, kannski meira að segja set ég inn myndir. 


Útileikur - Ráðstefna í Stokkhólmi

Ráðstefna í Reggio Emilia Institutet í Stokkhólmi

29. - 30. nóvember 2007.

Yfirskrift ráðstefnunnar er
UTOMHUS.
Att tillbringa mycket tid utomhus på förskolan är en nordisk tradition, men använder vi oss av uterummets alla möjligheter? Kontakten med Reggio Emilia har givit upphov till att tänka mer medvetet kring hur inomhusmiljön kan användas, men hur tar vi med de tankarna ut? Två dagar om kultemötet mellan Reggio Emilias förskolors kunskapssyn och vår nordiska utomhustradition på förskolan - föreläsningar, exempel och kommentarer.
Plats: Lärarhögskolan i Stockholm, Rålambsvägen 34 b, Husénsalen
Kostnad: 2,850 sek
Anmälan: Reggio Emilia Institutet info@reggioemilia.se
Postadress: Box 34203, 100 26 Stockholm
29. nóvember 2007
8:30 - 9:15 Kaffe och inregistrering
9:15 - 9:45 Inledning. Birgitta Kennedy, ordförande för Reggio Emilia Institutet och pedagogista på förskolan Trollet i Kalmar, tillsammans með Astrid Waleij, konferensens koordinator.
9:45 - 11:45 Barn mellan kreativitet och natur. Stefano Sturloni, ateljerista på förskolan Allend Reggio Emilia, föreläser om sitt arbete på förskolan. Allende, där man använt sig myncket av uterummet semt av naturmatrerial i ateljén på förskolan. verður túlka á sænsku.
11:45 - 13:00 Lunch
13:00 - 14:00 Barn mellan krativitet och natur. Stefano Sturloni fortsätter
14:00 - 14:30 Kaffe
14:30 16:00 Varför ska man vara ute? Patrik Grahn professor vid SLU Sveriges Lantbruksuniversitet i Alnarp,
16:00 Avslutning
30. nóvember 2007
9:00 - 10:15 Barns dialog med naturen. Gunilla Dahlberg professor við pedagogik vid Lärarhögskolan i stockholm.
10:15 - 10:45 Kaffe
10:45 - 11:45 Utetoger - en plats för möten och meningsfyllda utmaningar. Marina Sjögren från förskolan Trollet í Kalmar.
11:45 - 13:00 Lunch
13:00 - 16:00 Naturfragment i Dialog. Vea Vecchi, ateljerista og konsult för RE Children, kommenterar sina erfarenheter av nordiskt förskolearbeta utomhus och ger exempel på arbete utomhus i RE Verður túlkað á sænsku.

Alveg ótrúleg atkvæðagreiðsla

Bendi fólki svo á að lesa umræðuna sem um þetta hefur skapast á vef Svans Sigurbjörnssonar, læknis. Þar má meðal annars lesa ræðu Guðfinnu og ályktunina sjálfa.


mbl.is Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband