Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Gagnrýnin hugsun í skólum

Í gær var ég viðstödd mjög áhugavert málþing um gagnrýna hugsun og siðferði í skólastarfi. Þar voru flutt afar áhugaveð erindi. Sum höfðuðu að sjálfsögðu meira til mín en önnur eins og gengur og gerist. Sjálf flutti ég lítið erindi um leikskólastarf.

Þar sagði ég meðal annars:

Innan leikskólans hefur löngum rík hefð fyrir að hlutgera barnið, fjalla um það sem veru sem við leikskólafólkið stjórnum með leyndum og ljósum hætti. Sennilega er ekki langt að sækja þessa hugmyndafræði, hugmyndir Rousseau um garðinn og Fröbles um barnið sem plöntu eru af sama meiði. Jafnvel hugmyndir námskrárfræðinga um námskrána og umhverfi skólans sem hins leynda garðs. (e. (Secret garden).  Það er í raun merkilegt hvað myndlíkingar garðsins liggja almennt nærri manninum og veru hans.  ... Það sem þessar hugmyndir um garða, gróðursetningu og ræktun eiga sameiginlegt er að þær byggja allar á að að það einhverskonar ytri stjórn sem á einhvern hátt kippir í spotta og ræður öllu. Þessi stjórn og hugmyndafræði birtist í samræðu leikskólakennara sín á milli, í verkefnum nema, á heimasíðum leikskóla, í fréttabréfum og víðar. Algeng dæmi eru, börnin eru látin fara út fyrir eða eftir hádegi, ég lét börnin mála. Börnin fá að leggja á borð. Ég leyfði börnunum að skrifa.  ... Ein birtingarmyndin er meira að segja að finna í matarborðum á fjölmörgum leikskólum, þar eru svonefnd bananaborð, hálfur hringur þar sem skorið er úr fyrir starfsfólkið, til að tryggja því algjöra stjórn, vera miðjan sem allt snýst um. Víða segjast leikskólar leggja áherslu á samskipti barna í matmálstímum. En borð eins og þessi draga hinsvegar markvisst úr möguleikum barna til samskipta.  Draga úr valdi þeirra.

En það sem ég ætlaði nú sérstaklega að vekja athygli á er að á málþinginu var formlega opnaður vefur um gagnrýna hugsun, hann er sneisafullur af áhugaverðu efni sem kennarar og aðrir geta nýtt sér til að dýpka eigin skilning og til að nýta í kennslu.

Vefinn er hér að finna  VEFUR UM GANGRÝNA HUGSUN

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband