Leikskólinn sem iðnaður - fátækragildra kvenna

Í Bandaríkjunum er “leikskólaiðnaðurinn” **(Child Day Care Services) í 24 sæti yfir þær greinar sem eru í sem hröðustum vexti, meðalárslaun starfsfólks eru rétt um 20 þúsunda dollarar (um 114 þúsund á mánuði á meðan að þeir sem eru í 24 sæti yfir hæstu launin eru fjöldaframleiðsla á hugbúnaði* með næstum 5föld laun leikskólafólksins).

 

Það eru konur sem reka flesta þessa skóla – margar og stórar leikskólakeðjur eru til. Flestar reknar í hagnaðarskyni fyrir eigendur en ekki allar – sumar eru sjálfseignarfélög. Það er ekkert rangt að græða peninga, það er ekkert rangt að eiga peninga, en mér finnst rangt að menntun barna sé fjárþúfa. Þess vegna er ég svo glöð að á landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt að skerpa á starfsgrundvelli einkaskóla á leik- grunn og framhaldsskólastigi og leggjast gegn því að hérlendis verði skólar reknir í hagnaðarskini fyrir eigendur sína. Hér er ekki verið að leggjast gegn því að skólar standi vel – en ef hagnaður er, á að nota hann til að styrkja skólastarfið, hann á ekki að renna í vasa hlutafjáreigenda. Það er verið að ræða um það sem enskir kalla non profit skóla – en ekki fátækragildrurnar sem bandaríska leikskólakerfið er fyrir allflest starfsfólk sitt.

 

Fyrir nokkrum árum bjuggum við hjónin í Bandaríkjunum, meira að segja í fylki sem telst vera frekar félagslega sinnað. Þar sem frá upphafi stóð til að búseta okkar yrði ekki löng leitaði eiginmaðurinn sér að vinnu sem hann taldi sig hafa ánægju af og ekki væri mál að fá. Vitið hvað? Eins og á Íslandi er erfitt að manna leikskóla og hann fór að starfa við Montesorris-leikskólakeðju. Launin stóðu ekki undir leigunni okkar, ef leikskólinn lokaði missti hann laun, frídagar voru engir, ef hann varð veikur, varð hann í fyrsta lagi sjálfur að finna einhvern innan kerfisins til að leysa sig af, í öðru lagi missti hann laun. Seinna skal ég lýsa leikskólanum – starfið var um margt gott en aðstæður hörmulegar. (Ég fékk nefnilega að vera það sem kallað er faglegur sjálfboðaliði í leikskólanum stundum).

 

Í dag eru laun starfsfólks leikskóla á Íslandi ekki há, verst þó hjá þeim sem minnsta menntun hafa. En er lausnin fyrir það fólk, einkaskólarnir sem Geir Haarde boðið í sjónvarpinu í kvöld? Ég held ekki. Það getur verið að þeir skili eigendum sínum og jafnvel millistjórnendum betri launum en þeir eru ekki lausn á kynbundnum launamun – þvert á móti þeir eru líklegri til að styðja við hann. Og þegar upp er staðið er betra að vera þjónka einkaframtaksins en vinnukona kerfisins?      

 

**Leikskólaiðnaður er skilgreindur sem félagsleg aðstoð við fjölskyldur sérstaklega miðaður við börn á leikskólaaldri og eftirskólatilboð fyrir yngsta stig grunnskólans  

* This U.S. industry comprises establishments primarily engaged in mass reproducing computer software. These establishments do not generally develop any software, they mass reproduce data and programs on magnetic media, such as diskettes, tapes, or cartridges. Establishments in this industry mass reproduce products, such as CD-ROMs and game cartridges.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Alda

Mér vitandi er ekki gefið að leikskólastarf í einkareknum leikskólum í Svíþjóð sé betra en í leikskólum sem reknir eru af sveitarfélögunum. Gæði skólastarfsins byggist nefnilega mikið á þeirri þekkingu og mannauði sem kennararnir búa yfir.  

Guðrún Alda , 14.4.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Hvers vegna vísa ég til Bandaríkjanna? Kannski af því að ég er búin að vera þar – og kannski af því að íslenskir leikskólakennarar hafa farið oft og mikið þangað til að skoða leikskóla. En ég hefði líka getað tekið England eða Danmörku. Ég er ekki í “mission” gegn einkaskólum, bara profit –skólum og þar hræða hin amerísku skref. Vel að merkja á ég kunningja um allan heim frá Nýja Sjálandi – til Amsterdam sem reka einkaskóla. Og gera það vel, af því að ég best veit.

Hvers vegna er ég svona upptekin af starfsfólkinu? Vegna þess að góðir leikskólar byggja á góðu starfsfólki. Vegna þess að ég trúi að hvert barn eigi það besta skilið? Vegna þess að starfsaðstæður starfsfólks hefur áhrif á líðan þess í starfi – hefur áhrif á hversu lengi það helst við í starfi og það hefur áhrif á börnin.

Kristín Dýrfjörð, 14.4.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband