fjölbreytileiki og fjölmenning

Waldorfdúkkan Anna

 Anna Waldorfsdúkka

 

Leikskólar þurfa að huga að því að efniviður þeirra sé auðvitað fyrst og fremst fjölbreyttur en jafnframt þurfa leikskólar að fara að huga að því að hann sé fjölmenningarlegur. Ég er ein þeirra sem lengst af hef hrifist af opnum og skapandi efnivið, vill sem dæmi hafa mikið og margar tegundir af kubbum, og ýmsu fylgiefni til sköpunar. Hjá mér er varla til hugtakið drasl – flest getur gengið í endurnýjaðan lífdaga. Dótakassarnir mínir er frekar óhefðbundnir, þar má finna rafmagnssnúrur, ýmsa litla mótora, jó, jó og skopparakringlur sem framleið rafmagn, segla sem bróðir minn heldur til haga þegar verið er að rífa í sundur gamla hátalara og stálkúlur úr gömlum vélum, steina úr ferðum foreldra minna um landið, ljósaborðið sem pabbi smíðaði fyrir mig úr gömlum flúorsent-lampa, tuskur og tölur og margt fleira. Í framtíðinni vil ég sjá leikskólastarf þróast yfir í mismunandi smiðjuvinnu. En til þess þarf fleiri fermetra en við höfum hingað til tímt fyrir yngstu samborgarana.   

 

Verð lík að segja að ég á ótrúlega þolinmóðan ektamann, á ferðum okkar dreg ég hann í verslanir til þess eins að skoða ný leikföng í vísindakassann minn. Hann fer með mér á barnasöfn, þar sem ég þarf að prufa allt og gera allt, ég er sko búin að standa inn í sápukúlu, slá trommur, láta kúlur spinnast og renna, tengja rafmang og fleira og fleira. Hvar sem ég sé verslun sem er líkleg til að selja óhefðbundið efni til nota í leikskólastarfi þar stoppa ég. En ég hef líka trú á því sem hver leikskóli getur gert án mikils tilkostnaðar.

 skopparakringla sem framleiðir rafmang og kveikir á ljósadíóðum Skopparakringla sem framleiðir rafmagn 

 

Eitt af því sem er í uppáhaldi hjá mér eru litlar Waldorfsdúkkur, að mestu fer ég nú eftir þeirri hugmyndafræði sem að baki býr um náttúruleg efni – en ekki alveg. Í áranna rás hef ég sjálfsagt saumað dúkkur í tugatali. Núna hef ég einsett mér að á næstum vikum ætla ég að búa til eins og eina leikskóladeild af dúkkum, en það sem á að einkenna þær er fjölbreytileiki. Þær eiga að vera í mörgum húðlitum, þær eiga að vera með fjölbreytilega hárliti, þær eiga að vera stelpur og strákar, mömmur og pabbar. Kannski líka afar og ömmur,. Ég tel að leikskólar eigi að fagna og viðurkenna fjölbreytileika og fjölmenningu, ekki seinna, heldur núna. Með því á ég við að ég vil ekki hugunarhátt sem byggir á að: "Af því að á deildinni minni er ekki svart barn eða fatlað barn þá þarf ég ekki að hugsa um að mæta því eða að umhverfið endurspegli þarfir þess eða bakgrunn. Ég tek bara á því þegar á reynir, ef á reynir."

 

Brúðan sem fylgir hér með á mynd er fyrsta dúkkan hún heitir Anna, eins og fyrsta bloggvinkona mín **). Með tíð og tíma fær líka hver brúða sína sögu, sín persónueinkenni. Önnu saumaði ég eitt kvöldið þegar ég ákvað að horfa á fótbolta með eiginmanninum. Þar sem áhugi minn á fótbolta er reyndar frekar takmarkaður en áhugi minn á samveru mikill fór þetta ágætlega sama.

 

Í möppunni sem er hér við hliðina og er merkt efniviður fyrir leikskólastarf ætla ég smám saman að taka myndir af sumum þessara hluta.

 

Annars legg ég til að þið sem lesið þetta blogg hjálðið mér að semja sögu Önnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dagbjört Ásgeirsdóttir

Sæl Kristín.

Ég er sammála þér í því að kennarar eiga ekki að bíða eftir að þeir fái 'fjölmenningarlegt' barn í skólann sinn!  Og þó svo að einhver deild sé fjölmenningarlega einsleit, þá þurfum við að undirbúa börnin undir það að búa og starfa í fjölm.þjóðfélagi. Í leik og starfi eiga þau eftir að eiga samskipti við fullt af fólki sem á sér margskonar bakgrunn. Svo erum við jú öll fjölmenningarleg. Ég hef þurft að leggja mig stundum fram við það að skilja hvað mínir dalvísku nemendur eru að tala um, ég sem tala mína vestfirsku og er vön að sitja á eldhúsbekknum í stað þess að nota hann fyrir hin ýmsu eldhúsáhöld. Þannig að við þurfum ekki að koma langt að til að vera fjölmenningarleg :)

Kveðja, 

Dagbjört Ásgeirsdóttir, 29.1.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband