Orðsporið 2013

Á Degi leikskólans þann 6. febrúar ákváðu félög leikskólakennara að veita viðurkenningu fyrir störf í þágu leikskólans og leikskólabarna. Ég, Margrét Pála og Súðavíkurhreppur fengum þann heiður að hljóta orðsporið í fyrsta sinn. Við Magga Pála fyrir að halda á lofti umræðu um leikskólann í fjölmiðlum og Súðarvíkurhreppur fyrir það hugrekki að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir öll börn. Til þess þurfti pólitískt hugrekki og er Súðarvíkurhreppur vel að viðurkenningunni komið.

Ég er félögunum innilega þakklát fyrir þetta framtak og fyrir viðurkenninguna. Við Magga Pála deilum ástríðu fyrir leikskólanum og starfi hans þó svo að við séum ekki sammála um leiðir að markmiðum. Við erum að ég held báðar leikskólakennarar fram í fingurgóma.

Ég ákvað að bjóða Sturlu barnabarni mínu að vera viðstaddur með mér, ekki síst vegna þess að um hans þroskaskref hef margt og mikið ritað. Hann hefur verið mér innblástur og að fylgjast með þroska hans og námi með augum ömmunnar og leikskólakennara hefur skipt mig miklu máli.  

Við Sturla

orðspor sturla
orðspori
Þeir sem hlutu viðurkenningu ásamt ráðherra, formönnum félaga leikskólakennara og formanni kynningarnefndar félaganna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband