Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Frjósemi

Náttúrulega verður að óska fólki til hamingju með að vera svona barnvænt og frjósamt. Ég er líka alveghandviss um að þau tækju opnum örmum leikskólamenningu eins og er hérlendis. En frjósemi hefur fleiri hliðar og ég er ætla að nota tækifærið til að minna íslenska foreldra og afa og ömmur á að á morgun laugardag og sunnudag er opin í Hafnarfirði á vegum tveggja leikskóla þar, Skapandi efnisveita. þar sem foreldrar og börn geta gert ótrúlega hluti saman. Verið frjósöm á annan hátt. Ég hvet flesta til að líta við. Opnunartími er frá 9.30 til 16 báða dagana og Skapandi efnisveitan er á Álfaskeiði 115.

 

Skapandi Efnisveita

Hér fyrir neðan eru nokkrar færslur um Skapandi efnisveituna.


mbl.is Jolie orðin léttari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handsöluðum húsnæði

Í morgun handsöluðum við það að hafa húsnæðið á Álfaskeiði í alla vega mánuð í viðbót fyrr Skapandi efnisveituna. Ég held að okkur hafi mest langað til að gala af gleði. Nú þarf hinsvegar að finna út úr því hvernig á að manna og skipuleggja mánuðinn. Það er auðvitað ekki hægt að leggja á leikskólana tvo að leggja til fólk áfram. En við finnum út úr því. Þar sem vilji er fyrir hendi þar er hægt að finna lausnir. Eitt er víst við finnum þær.

Ég hvet alla til að gera sér ferð í Fjörðinn á morgun og líta við í efnisveitunni, fara með börn og barnabörn. Njóta þess að skapa og uppgötva saman. Sjá gleðina sem fylgir. 

skapandi efnisveita og akureyri mai 2008 201skapandi efnisveita og akureyri mai 2008 197100 7312100 7061100 7031   


Fljúgandi vélmenni og fótboltavöllur fyrir bangsa

Er hægt að blogga án þess að minnast á skjálftann, ég var í efnisveitunni í Hafnarfirði þegar jörðin byrjaði að nötra, þar hristist margt en ekkert sem fór á ferð. Ja nema lestrarhesturinn, hann fór á haus.  Varð hugsað til systurdóttur minnar á Selfossi með þrjú lítil börn. Allt í lagi með þau. Búa í timburhúsi á steyptum grunni sem þoldi skjálftann vel.  

Annars var hópur úr Lækjarskóla nýlega farinn frá okkur úr SKAPANDI EFNISVEITUNNI þegar ósköpin dundu yfir.  Ég læt fylgja með nokkrar myndir af því sem þau voru að gera, og svo tvær skráningar, önnur frá í dag og hin frá í gær. Önnur er af Skarphéðni að byggja fótboltavöll fyrir bangsann sinn. Skarphéðin er 7 ára. Hin er af Hrappi byggja vélmenni sem flýgur og hlustar á tónlist, Hrappur er 6 ára. Mér finnst báðar skráningarnar sýna hvað börn eru klár og sjá möguleika þar sem við sjáum kannski bara takmarkanir. Báðir sögðust líka vilja koma aftur. Vonandi fá þeir tækifæri til þess. Vonandi fær Skapandi efnisveitan að standa.

Sem fyrr verð ég að lýsa aðdáun minni á þeim mögnuðu leikskólakennurum sem hafa lagt nótt við nýtan dag til að gera efnisveituna að veruleika. Stelpur á Stekkjarási og Hlíðarbergi, bæði sem eruð í efnisveitunni og hinir sem eru í leikskólunum og leggja á sig aukavinnu til að hinar geti sinnt þessu, þið eruð einu orði sagt frábærar. Guðný, Svanhildur, Michelle, Guðbjörg, Edda Lilja þið eruð hetjur.

Ps. Er annars næstum gaflari, ég er fædd á Sólvangi, átti heima á Vesturbraut, átti afa á Skúlaskeiði og langafa á Brunnstíg. Svo kannski að afmæli Hafnarfjarðar sé líka afmælið mitt heheh.

 

100 7301Fótboltavöllur fyrir bangsa

Flugvélarennibraut100 7309

  100 7303Morgunverðarbakki handa mömmu

image005 Efni

Á geimstöðinni 100 7307

 

Hér að neðan má sjá tvær skráningar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Væntingar dagsins

Ég trúi að það sé góður dagur framundan. Fyrst mun ég setja fyrstu ráðstefnuna okkar Reggio áhugafólksins upp í Kennó. Þar verða nokkrir fyrirlestrar um hugmyndafræði skapandi starfs. Eftir hádegið vera síðan fjöldi smiðja þar sem unnið verður með, að tálga og smíða leikföng, að búa til alla vega hluti úr gömlum heimilistækjum og tölvum, við ætlum einfaldlega að nota og endurnota sömu hluti aftur og aftur. Gefa þeim nýtt líf og tilgang.     

Í Hafnarfirði á Álfaskeiði 115 opnar klukkan 10 og þá munu nokkrir hópar leikskólabarna koma og nýta sér Skapandi efnisveituna sem Stekkjarás og Hlíðarberg hafa komið sér upp. Ég var þar í allan gærdag. Við vorum þar með námskeið fyrir um 40 leikskólakennara (SARE). Hendi inn nokkrum myndum við tækifæri.

Ég hvet sem flesta til að kíkja inn og skoða. Í gær fengum við fjölda gesta, fólkið í hverfinu sem var forvitið um það sem í gangi var, börn og foreldrar sem vildu vita hvað væri um að vera. Og svo nokkra sem gerðu sér sérstaka ferð til okkar. Ælta ekki að grobba en sameiginleg upplifun flestra var STÓRKOSTLEGT, það opnaðist mörgum nýr heimur.  

Hjá mér hafa undafarnir dagar verið frekar langir, á fætur 6 sofa 1 en það er samt lítið mál að halda áfram einfaldlega vegna þess að verkefnið er svo skemmtilegt. 

Verð reyndar að viðurkenna að eftir að hafa staðið vaktina í allan gærdag seint fram á kvöld, fékk ég Lilló til að skutla mér í Skeifu til foreldrana til að sækja greinar í garðinn þeirra. taldi mig ekki vera nógu öruggan bílstjóra með augun nokkuð stjörf. Bílinn er núna fullur af ilmandi nýútsprungnu birki sem fara á sviðið í Kennó. Er betra til. 


Opnun Skapandi efnisveitu í Hafnarfirði

Fyrsti dagur Skapandi efnisveitunnar er að renna á enda. Hefur verið alveg hreint frábær. Utan þess hvað ég er búin að vera utan við mig og gleyma hinu og þessu. Sem hefur orðið til þess að ég er búin að fara nokkrar aukaferðir í Fjörðinn.

Alda leikskólastjóri á Stekkjarási setti opnaði skapandi efnisveituna formlega að viðstöddum gestum. Hún þakkaði nefndinni, bænum og fyrirtækjum sem hafa styrkt þær með efni kærlega fyrir. Meðal þeirra eru tveir danskir sérfræðingar í skapandi efnisveitum, þær Karin Eskesen og Rita Willum. Þær voru mjög hrifnar og Karin ávarpaði samkomuna og færði gjafir.

Um 9.30 kom fyrsti barnahópurinn, 2-3 ára börn af Hlíðarbergi, þau skoðuðu og skynjuðu og léku. Eins og við er að búast leituðu þau fyrst í það þekkta en færðu sig svo inn á nýjar og áður ókannaðar slóðir.

Ég hvet alla leikskólakennara og aðra áhugasama til að kíkja inn í húsið sem síðast hýsti bílaleiguna HASSO í Hafnarfirði (Álfaskeið 115).  Kannski að leikskólakennarar nýti undirbúningstíma sína á miðvikudag, fimmtudag og föstudag til að líta við. Ég fékk sérstakt leyfi hjá stelpunum á Stekkjarási og Hlíðarbergi til þess að blogga og hvetja alla til innlits. ég vil líka minna á að um helgina er opið fyrir almenning. Nú dreymir okkur um að framlengja leigunni um svona 4 vikur til að gefa enn fleirum færi á að koma og vera með. Erum að hugsa leiðir til að finna peninga og svo auðvitað að fá húsnæðið alla vega smá í viðbót.

 

 New Picture Bjartur og Eyþór, sannir vinnumenn

 

Í dag var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig börnin brugðust við. En myndir segja stundum meira en orð svo ég ætla að láta nokkrar fylgja með.

image003image054image005

image011image010

 

 image156   image156 

image157 image161image165

image154image152


Dugmiklar mömmur og frábærir krakkar í Hafnarfirði

Um allt land er fólk sem gefur vinnu og tíma sinn til að gera samfélagið betra, í Hafnarfirði er ég að vinna með slíku fólki þessa daga. Nú er verið að umbreyta gömlu búðinni efst á Álfaskeiði (númer 115) í undraheim. Þar er verið að setja upp skapandi efnisveitu sem stendur leikskólum Hafnarfjarðar opin næstu viku og öllum almenningi um næstu helgi. Þær Michelle, Guðný, Edda Lilja og Svanhildur hafa unnið þrekvikri. Þær hafa með hjálp ýmissa aðila í bæjarfélaginu og auðvitað með stuðningi samstarfsfólks í leikskólunum Stekkjarási og Hlíðarbergi safnað og flokkað efnivið. Þær hafa sett upp hreinustu ævintýraveröld. Ég er svo heppin að hafa haft tækifæri að rétta þeim örlitla hjálparhönd. Fengið að sjá þetta undrabarn fæðast.

Næstu daga ætla ég að fá að vera eins og fluga á vegg á Álfaskeiðinu og ég ætla að deila reynslu minni með lesendum.

Sannarlega vona ég að fjölmiðlar sýni þessu merka framtaki áhuga. Framtaki sem hefur byggst á einbeittum vilja og ómældri framkvæmdagleði og sjálfboðavinnu. Sem byggist á hugsjón um það að skapa, skoða og að fara vel með það sem okkur er trúað fyrir. Jörðinni okkar.

Í dag var ég á Álfaskeiðinu og upplifði fólkið í hverfinu sem kom og fékk að gægjast inn, hitta fólkið í Hafnarfirði sem hefur stutt framtakið koma og forvitnast um hvað það var að styrkja og ég fékk að sjá undrunina í augum þess.

Ég hef séð þátttöku barna leikskólakennaranna. Þau Eyþór, Bjartur, Ása og Gabríela létu sitt ekki eftir liggja, voru óþreytandi við að hlaupa með kassa, sækja tangir, fara út með spýtur, skreyta skilti, byggja úr efniviðnum. Þetta er alveg frábær börn sem hafa sannarlega sýnt dug sinn og hugmyndaflug undafarna daga. Það er búið að vera verulega gaman að fá að kynnast þeim.

 

2080428002  2080428004 

 2080428006 2080428005 

2080428011
 

Myndir fengnar af láni af heimasíðu Stekkjaráss.


Af hverju ekki Sumardagurinn fyrsti?

Fyrst ber að óska vinningshöfum dagsins til hamingju, síðan að furða sig á að þessi dagur hafi verið valinn. Í mínum huga er aðeins einn dagur sem kemur til greina sem dagur barnsins og ég hefði viljað sjá hann valinn. Það er að sjálfsögðu Sumardagurinn fyrsti  sem löngum hefur verið helgaður íslenskum börnum. Mér hefði fundist flott hjá ráðmönnum að minna enn frekar á þann dag og kannski stuðla að því að hann verði ekki seldur sem sérstakur frídagur í kjarasamningum framtíðar. 

Það má vera að ég sé líka sérstaklega veik fyrir Sumardeginum fyrsta vegna tengsla hans við mína stétt og málefni barna.


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldfrjáls - gott, nemendur - slæmt

Undanfarið hef ég haft töluvert fyrir stafni og lítið séð til fjölmiðla. Missti m.a. af umræðu á alþingisrásinni um leikskólalögin. En ríkið er mér vinsamlegt, það tekur upp allar ræður og birtir þær samdægurs á vefnum. Því sit ég nú hér og hlustam, les og blogga. Af því sem ég hef heyrt þá styð ég það sjónarmið sem kemur fram í máli Kolbrúnar Halldórsdóttir að leikskólinn eigi að vera fjölskyldum "gjaldfrjáls". Ég tel það í raunar vera sanngirniskröfu og ef það skapar einkaskólum vandræði verð ég að viðurkenna að þar fórna ég meiri hagsmunum fyrir minni.

Hinsvegar verð ég hafna hugtakanotkun Kolbrúnar en í breytingartillögum hennar velur hún að fjalla um rétt nemenda en ekki barna. Ég er ein þeirra sem vil alls ekki taka upp þetta hugtak grunnskólans (nemendur). Ég tel að með því sé hætta á að verið sé að skapa ákveðna faglega fjarlægð milli barna og þeirra sem með þeim starfa. Fjarlægð sem ég tel óæskilega. Það má vera að efnislega sé ég samþykku ýmsu sem kemur fram í breytingartillögu Kolbrúnar en þessa hugtakanotkun get ég ómögulega fellt mig við.


Er það í boði? - Um gæði þess að ofskipuleggja

Tek undir með Jesper Juul sem hefur haft mikil áhrif á danska leikskólakennara lengi vel. Sjálf hef ég haldið því fram að í leikskólum hafi ofskipulag víða tekið yfirhöndina. Það er verið að koma svo miklu fyrir í dagskipulaginu að á endanum er allur tími barnanna skipulagður á einhvern hátt. Tími til að láta sér leiðast er dýrmætur tími sem betur er varið í eitthvað annað, eða er það ekki? En varðandi leiðindin þá held ég að þetta tengist því heilkenni sem ég lýsti fyrir nokkrum vikum og fjallaði um krullubörn.

Fyrir mörgum árum var ég að kenna á námskeiði fyrir starfsfólk gæsluvalla, það sagði að stundum fengi það börn til sín á sumrin þegar leikskólar lokuðu. Svo fóru þau að taka eftir að börnin stóðu aðgerðarlaus og biðu. Hverju eruð þið að bíða eftir? spurðu þau. "Við vitum ekki hvað er í boði" svöruðu börnin. Þegar svo er komið að allt skilgreiningarvald er komið til starfsfólksins verða börnin eins og upptrekt leikföng. Þau eru trekt upp til að taka þátt í þessu eða hinu. Allt frumkvæði og sköpun er út um gluggann. Skólar sem leggja áherslu á mikla stýringu og ytri aga eru líklegir til að ýta undir þessa tilfinningu.

Sjálf hef ég skrifað tvær greinar á íslensku, annarsvegar Netlu um lýðræði og hinsvegar í Athöfn fagblað okkar leikskólakennara sem nú er hætt að koma út, sú nefndist: Hver hefur skilgreiningarvaldið í leikskólanum? (eða eitthvað í þá áttina)

Svo að lokum ætla ég að rifja upp samtal sem ég átti við mér nokkrum áratugum eldri leikskólakennara sem sagði að það væri öllum börnum hollt að leiðast og það að læra að láta sér leiðast væri markmið í sjálfu sér. Mikilvæg lexía. Já og aðrir hafa bent á eitthvað sem heitir orðabók tilfinninganna og "swap" kynslóð. Að leiðast er nauðsynlegt til að byggja upp slíka orðabók og vinna gegn swappinu. (swappa - endalaust að skipta á milli stöðva á fjarstýringunni).


mbl.is Börnum hollt að leiðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég játa á mig eina af dauðasyndunum - afbrýðisemi

Síðust vikur hef ég verið svolítið abbó, í Þingholtsstræti eru nefnilega nokkrir garðar öðrum görðum flottari og í einum þeirra þar eru kirsuberjatré í blóma. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að á Íslandi ættu eftir að snjóa bleikum og hvítum blómum kirsuberjatrésins. Ekki ég.

Í mínum huga tengist blómadrífa kirsuberjatrjánna minni fyrstu útlandaferð þegar ég var 15 og fór ein til Köpen að vinna sumarlangt sem pige i huset paa kost og logi. Minningin þegar keyrt var frá Kastrup til Hellerup var einmitt í gegn um kirsuberjatrjágögn. Síðan hef ég verið veik.

Síðastliðin vor hef ég gert mér ferð að skoða tréð dásamlega í Þingholtsstræti (reyndar er sá garður allur með fallegri görðum bæjarins og hreint augnayndi allt árið). Ég finn hvað ég verð glöð bara að horfa á tréð.

Í kvöld hringdi Snorri á efstu hæðinni frá Hveragerði, Lilló svaraði. "Má ég tala við Kristínu" spurði hann og þegar ég mætti í símann sagði hann "Kristín, kirsuberjatrén eru ótrúlega falleg á ég ekki að kaupa eitt í garðinn? Við getum haft það fyrstu árin á pallinum." "Júbb" sagði ég og nú eigum við eitt svoleiðis á pallinum. Tréð kom "heim" með hauspoka, svo það rati aldrei aftur á gróðastöðina og festi rætur hjá ykkur segir Snorri að þau á gróðastöðinni hafi sagt. En elsku Lilló sem sér samviskulega um að slá blettinn með okkar gömlu hnífasláttuvél skyldi ekkert í af hverju Snorri gat ekki rætt þetta við hann. Ég skyldu það.

Nú get ég hætt að vera abbó í bili.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband