Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Torgin eru setustofa okkar borgaranna

Nýlega heimsótti ég borg sem lítur á torgin sem samverustað borgarbúa, sem sameiginlega setustofu þeirra. Skipulag torganna styður þessa hugsun. Nýjasta torgið er t.d. alveg flatt og hægt að breyta því í margskonar rými. Þar sem torgið er núna voru fyrir tveimur árum bílastæði, en í gamla daga var þarna torg sem iðaði af mannlífi. Þar er flatur gosbrunnur sem hægt er að stjórna bæði ljósum og vatni. Þar sem börn hlaupa og hjóla á heitum dögum inn í bununa. Þar eru bekkir með innbyggðri hljómlist, þar eru útisófasett til að setjast niður og rabba. Þar eru kaffihús, fólk á gangi, fólk á hjólum. Þar er margt fólk. Sannarlega eru torgin sameiginleg rými fólksins. Landnemahópur vinnuskólans er frábært og jákvætt framtak sem styður hugsun sem þessa. Takk fyrir mig.


mbl.is Grillað í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Lektor í bóndabeygju“

Svargrein við ritstjórnargrein Morgunblaðsins 27 júní.

Það er hlutverk fjölmiðla að halda uppi upplýstri og gagnrýninni umræðu byggðri á staðreyndum og þekkingu.  Hlutverkið er ekki alltaf það þægilegasta en það er skylda þeirra að víkja sér ekki undan óþægindum í stórum málum og smáum og fylgja sannfæringu sinni.  Á laugardag valdi Morgunblaðið að vekja athygli á fréttum um agakafla síðustu útgefinnar námskrár Hjallastefnunnar. Aðkoma  mín að málinu var að fréttamaður Ríkisútvarpsins hafði við mig samband bað mig, sem lektor í leikskólafræðum, um álit á því sem þar stóð. Það er engin launung að ég taldi agakaflann ekki standast nútímahugmyndir um leikskólauppeldi. En að sjálfsögðu mega aðrir skilja á þann veg sem þeir sjálfir kjósa þar með talið leiðarahöfundar Morgunblaðsins. Hinsvegar er vert að benda á að eftir að  Margrét Pála frétti af umfjöllun í netheimum um námskrána valdi hún sjálf að fella þennan hluta hennar úr gildi og fjarlægja af netinu. Ég á von á að næsta ritstjórnargrein Morgunblaðsins fjalli um þá einlægu ósk þeirra Margrét Pála taki kaflann aftur í gildi og birti á netinu.   

Birtist í Morgunblaðinu 29.06 2009.


Öryggi afstöðuleysis

Stundum verð ég hugsi yfir hvernig fólk notar vald sitt. Mér var nýlega sagt að ég væri áhrifa manneskja í íslenska leikskólaheiminum. Ef rétt er fylgir því líka mikil ábyrgð. En í hverju felst sú ábyrgð? Felst hún í afstöðuleysi gagnvart málefnum sem snúa að innra starfi leikskólanna? Felst hún í  því að þegja vegna þess að það er þægilegast. Ég vonaði að hrunið haustið 2007 hafi kennt okkur að til að þróast verðum við að þora að segja skoðanir okkar, láta ekki þagga niður í okkur. Leyfa okkur að takast á og vera gagnrýnin. En sennilega þarf meira en kerfishrun til.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband