Kona á hvítum náttkjól

solin kemur upp 

 

Síđastliđna nótt var ég kominn í náttkjól á leiđ í rúmiđ eftir góđan dag á Snćfellsnesi, ţegar mér verđur litiđ út um gluggann og sé ađ vesturhimininn er ađ verđa fjólublár. Fjólublár eins og snjóský á vetri. Ţar sem ég á ţađ til ađ vera hvatvís kona, velti ég andartak fyrir mér ađ hlaupa út á náttkjólnum, skósíđum, hvítum međ púffermum. En ákvađ ađ hlífa veröldinni. Hoppađ ţess í stađ í buxur og bol og skella flíshúfu á kollinn, rauk út međ bíllyklana í annarri og myndavélina í hinni. Ţar sem ég brunađi niđur á Skúlagötu brá fyrir í ljósageislum bílsins einstaka kattaglyrnum. Ég var eins og Palla sem var einn í heiminum. Alein međ alheiminum. Ţegar ég steig út úr bílnum mćtti mér vćnn gustur sem lofađi regni. Ég hallađi mér upp í vindinn og fann hvernig hann bar mig. Tók mig í fangiđ. Ég mundađi myndavélina, ein međ vindinum, vitandi af einstaka ketti á ferđ. Kom heim endurnćrđ.

 

Varđi svo deginum međ gömlum vinnufélögum og góđum vinkonum, elduđum heimagert pasta, bökuđum brauđ og höfđum insalata tricolore međ smá viđbót úr matjurtargarđinum međ. Einhverjar dreyptu svo á smá rauđvíni, mikiđ hlegiđ, mikiđ gaman.    

 

sólin yfir esju


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmmm, notalegt

Kristbjörg Clausen (IP-tala skráđ) 4.8.2007 kl. 10:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband