Starrinn er kominn, boðar ...?

100_5268

Þeir eru mánuði of snemma á ferð, starrarnir sem vanalega koma og hreinsa berin af trjánum í garðinum. Venjulega koma þeir í september en komu í gær. Það er eins og að vera staddur inn í myndinni um fuglana eftir meistara Hitchcock, himininn verður svartur og tístið ærandi. Þeir raða þeir sér á efstu greinar hæstu trjánna. Senda einn eða tvo í könnunarflug í ylliberjatrén. Könnuðurinn gefur merki um að öllu sé óhætt og öll hjörðin fylgir á eftir. Ég ákveð að klappa tvisvar ákveðið, allur skarinn tekur sig upp og myndar fagurt svart fuglaský á himninum. Svífur yfir okkur og lætur sig hverfa upp í himingeiminn

  

Ég er að velta því fyrir mér hversvegna þeir komi svona snemma, er það vegna þess að berin eru rauð eða er það skortur á æti annarstaðar? Í Þingholtunum er nefnilega töluvert af rándýrum af kattarkyni. Eitt þeirra er meira að segja í miklu uppáhaldi á þessu heimili, læðan Snati. En vegna kattanna halda fuglar sig yfirleitt fjarri görðum okkar. Eini fuglasöngurinn sem allajafnan heyrist hér er gargið í álftunum á tjörninni, verð að segja að ég skil ekki alveg þetta með fagran svanasöng á heiði. Venjulega hættir starrann sér ekki í trén okkar fyrr en hungrið sverfur að í september eða október. En núna eru þeir komnir.

 

starri

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff - ertu að gefa í skyn harðan vetur???

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 01:50

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Er svona að velta því fyrir mér - alla vega eru þeir fyrr á ferð en venjulega og nú er ansi haustlegt úti.

Kristín Dýrfjörð, 5.8.2007 kl. 03:34

3 identicon

o - ekki segja þetta Kristín !!

Ekki það að manni finnst að maður geti ekki kvartað mikið eftir þetta góða sumar, en ég er ekki alveg til í að hugsa strax um vetur og hvað þá harðan vetur.

Díana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Ég held að starinn sé að boða þér gleði og hamingju.

Rósa Harðardóttir, 5.8.2007 kl. 22:24

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

NEibbi ég ætla ekki að spá hörðum vetri - kannski hefur þetta með að gera hvenær berin eru tilbúin. Fékk annars tillögu um að fara í samkeppni við fulglana og ná mér í ber í ylliberjavín eða saft, svona til að eiga á köldum vetrarkvöldum.

Kristín Dýrfjörð, 6.8.2007 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband