Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Féllu á lýðræðisprófinu

Með því að taka einhliða ákvarðanir og "gleyma" að ræða við minnihlutann, finnst að verið sé að slá með priki á putta framsóknar. Með því að sjálfstæðismenn ákveða einhliða að fjarlægja fulltrúa þeirra í stjórn OR. Það er kannski allt í lagi flestra okkar vegna, en ég velti fyrir mér hvort ákvörðunin falli ekki undir meirihlutasamstarfssamning flokkana? Er sjálfstæðiflokkurinn ekki að neyta aflsmunar hér?

P. Er kannski líka búið að ákveða hverjir mega kaupa? 


mbl.is Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu fara í námsferð til Reggio Emilia?

INTERNATIONAL STUDY GROUP
Students and professors


 

 March 2-5, 2008


 


 International Center Loris Malaguzzi


 

 Reggio Emilia, Italy  


 

Since 2005 Reggio Children has offered students and professors coming from all over the world the possibility to visit Reggio Emilia and to encounter its educational approach, through the participation in study groups. The encounter that takes place in Reggio Emilia should give a support to previous studies and learning processes of the approach that participants have already had in the contexts where they come from.We believe the participation of students and professors together will give to all the participants the opportunity to exchange points of view, impressions, reflections, understandings and therefore create dialogues among their different experiences.  


 

The International Students and Professors Study Group aims at providing a deeper knowledge of the Reggio-approach through a direct experience strongly connected with the infant-toddler centers and preschools of Reggio Emilia. Welcoming students and professors and collaborating with them in our context  is also an occasion for us in Reggio to increase, by exchanging points of view and experiences, the value of our work. 


 

This year the participants in the Students and Professors International Study Group will also have the opportunity to meet students of the new International Master Course for Pedagogical Coordinators organized by Reggio Children and the University of Modena and Reggio Emilia.   


 

The program of the study group will include: -         a deep encounter with the values of the Reggio philosophy-         plenary sessions, discussion groups-         exchange of experiences between the participants and the protagonists, pedagogistas, teachers, atelieristas and parents of the Reggio experience-         visit to the town of Reggio Emilia-         visit to the Reggio Emilia Municipal and Cooperative infant-toddler centres and preschools-         visit to the International Centre Loris Malaguzzi, to the exhibitions    “Play + Soft“ – furniture for children, “Dialogue with places”, “One city, many children”, the Atelier “Ray of light” and the Documentation and Research Centre.


 

 The organization of the days will be based on plenary sessions, lectures, presentations, discussion groups and workshops.  


 

Participants: early childhood students and professors from Colleges, High Schools, Universities.*priority will be given to groups of students with their professors coming from the same context 


 

Individual participation fee: 450 EURO (+ VAT if due)Spaces limited to 200 participantsLanguages: Italian and English Further information at www.reggiochildren.itEmail: studentsandprofessors@reggiochildren.it   

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hjá mér. dyr@unak.is


Æfing í lýðræðislegum gildum

Fyllilega sammála Degi, meirihluti sjálfstæðisflokksins verður að stíga varlega til jarðar. Það er ekki hægt að ásaka einn um ólýðræðisleg vinnubrögð en samtímis ætla svo að fara að beita þeim sjálfur. Ekki mjög sannfærandi og bendir til að eitthvað annað en ást á lýðræði hafi vakið gremju sjálfstæðimanna. Mér finnst það jafnóeðlilegt að borgarstjórnarfundur sjálfstæðisflokksins geti tekið svona ákvörðun og að það hafi ekki verið eðlilega boðað til síðasta fundar stjórnar og eiganda REI. Með því að loka sig inn á fundi og ætla svo að kynna niðurstöðu á blaðamannafundi er ekki bara verið að stíga á lýðræðið það er verið að trampa á því.

Ég er ekki viss um að ég sé sammála því sjónarmiði sem býr að baki því að borgin eigi að selja sinn hluta. En ég er viss um að það þarf að gera grundvallarforsendur/hugmyndafræði samstarfs og eignaraðildar skýrari. Í því liggur lýðræðisleg skylda borgarfulltrúa allra flokka.


mbl.is Minnihlutinn í borgarstjórn biður um aukafund vegna REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþjált

Ég fagna nafnabreytingu en finnst nýja nafnið, óþjált og lítið spennandi. Veit ekki hvort það höfðar sérstaklega til ungra lesenda. Það er líka leitt frá að segja að það er alveg hippsum happs hvort við fáum "blaðið" (sem við köllum líka stundum nafnlausa blaðið). Ég hélt reyndar lengi að það hefði átt að dreifa því með mogganum en svo er ekki. Við fáum moggann svona nokkurn veginn en "blaðið" sjaldan. Það skal líka viðurkennast að eftir að við fengum bláa tunnu er ég miklu jákvæðari gagnvart öllum fjöldapósti inn um bréfalúguna.
mbl.is Nafni Blaðsins breytt í 24 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunnudagur í Miðstræti

Áðan komu þrír 9 ára drengir í heimsókn. Enginn hafði áhuga á að horfa á fótbolta með Lilló, en því meiri áhuga á ýmsum tölvuleikjum sem finna má á vefnum. Ég dró líka fram gamla góða leirinn, til að athuga hvort hægt væri að freista þeirra frá tölvunni. Guðmundur Páll gerði skrímsli fyrir mig, hinir voru ögn feimnari við efnið. Svo bakaði ég risastafla af vöfflum sem allar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þegar drengirnir voru farnir, fór ég út í garð og potaði niður eins og 150 haustlaukum. Það viðraði loks til slíkra verka.

Skrímsli
Vængjaða skrímslið

100_5621

með höggtennur

100_5616

og klær


Skólasystur

Ég er með viðskiptahugmynd, sagði ein skólasystir mín í morgun. Ég ætla að bjóða nýja orkuliðinu að reka fyrir þá leikskóla, en bara fyrir börn kínverskra starfsmanna. Þau geta nefnilega verið sextíu á deild og það þarf bara einn kennara. Pottþétt hugmynd og ég mun mala gull. Ég náði reyndar bara í endann á þessari umræðu, kom í seinni kantinum og þær sögðust vera búnar að afgreiða, vinavæðingu orkuveitunnar, einkaleikskóla og starfsmannamál. Nú ættum við bara ræða um það að vera ömmur. Örfáar eftir í hópnum sem enn eru ekki komnar í ömmumafíuna, þær bara hlusta andaktugar.   

Mikilvægi þess að eiga svona vinahóp er óendanlegt. Ég hef aldrei verið svo fræg að vera í saumaklúbb og á það sennilega ekki fyrir höndum. En í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina hittumst við skólastystur úr framhaldsnámi í stjórnun einn laugardagsmorgun og ræðum saman. Mest um leikskólamál en líka allar þessar fjölskyldur sem við eigum og svo auðvitað pólitíkina. Við er svo heppnar að vera í nær öllum flokkum (nema kannski frjálslyndum). Fyrir kosningar eru umræður oft ansi hressilegar og venjulega nokkur átök. Fyrir mörgum árum tókum við upp á að bjóða eiginmönnum með okkur nokkrum sinnum á ári. Hluti af hópnum fer t.d. reglulega í smalamennsku á Skjaldfönn á Snæfjallaströnd en þar er ein skólasystirin húsfreyja.


Kastalinn í Blesugróf

Það er komið nýtt eintak af tímaritinu Ský í innanlandsfluginu, nokkrar greinar vöktu áhuga minn. Meðal annars af því að ég þekkti til.

Greinin sem aðallega átti athygli mína var um vefarann í heiðinni hann Óskar og konu hans Blómey. Árið 1970 flutti ég suður, ég flutti í þetta skrýtna hverfi sem margir skammast sín fyrir að vera aldir upp í, Blesugróf. Blesugrófin var svona eins og óhreinu börnin hennar Evu, eitthvað sem enginn vildi vita af. Ég átti heima í þeim hluta sem var efstur og tilheyrði í reynd Kópavogi. En til marks um hversu mikið við vorum útundan þá man ég vel þegar heitavatnaleiðslan í Breiðholtið var lögð upp með gamla Breiðholtsveginum framhjá Blesugrófinni. Það datt engum í hug að setja tengingu inn í hverfið og við sem þar bjuggum þurftum áfram að kynda með olíu. Ég held að á mörgum heimilum hafi ekki alltaf verið til fyrir olíureikningnum.

Kastalinn í Blesugróf (Ljósmyndasafn Reykjavíkur)

Kastalinn í Blesugróf

Í Blesugrófinni bjuggu ýmsir kynlegir kvistir, einn af þeim var Óskar. Á meðal barnanna í hverfinu gengu um hann tröllasögur. Við vorum, held ég flest, skíthrædd við hann og bara huguðustu krakkar þorðu að stela rabbabara úr garðinum hjá honum og Blómey. Það er líka minnisstætt þegar að þau fóru í göngutúra um  hverfið með geit í bandi og karlinn gyrtur hníf. Sögur gengu um að karlinn hefði byggt húsið niður í jörðina, held að einhver hafi haldið að það væri margar hæðir niður, dýpra en dýpstu bílakjallarar samtímans. Svo kom nýja Breiðholtsbrautin og kastalinn í skóginum þurfti að víkja. Trén voru víst sett niður meðfram Miklubrautinni, vonandi standa einhver þeirra þar enn. Ég held að við sem ólumst þarna upp gleymum aldrei þessum hjónum.

Stundum held ég að það hafi verið ákveðið lán að fá að kynnast því fólki sem þarna bjó, á jaðri samfélagsins. Mörgu harðduglegu fólki sem lífið fór oft um óljúfum höndum. Ég held að aðstæðurnar í Blesugrófinni hafi mótað viðhorf margra til lífsins fyrir lífstíð. Í dag segi ég stolt frá því að hafa verið alin upp í Blesugróf.


Haust á Akureyri

Er á Akureyri í fallegu haustveðri, sinfónía náttúrunnar spilar á fullum styrk. Ég tek andköf yfir samsetningum lita og ljóss. Hef verið að kenna og funda hér síðustu daga. Er annars frekar nísk á veru mína annarstaðar en í Reykjavík um þessar mundir en ætlaði samt að vera hér á morgun til að funda með fólki utan skóla. Það afboðið sig á síðustu stundu og ég varð frekar fúl. Svona er þetta, í fyrra hefði þetta ekki skipt mig neinu máli, ég bara brosað. Tilvera lítils kúts breytir hinsvegar forgangsröðun verkefna hjá mér þessa daga.

Af honum er það að frétta að hann er vært og gott barn sem sefur og vakir og drekkur og grandskoðar heiminn. Heldur foreldrunum vakandi á ókristilegum tíma. Þá er hans vökustund. þau aftur reyna að sofa með honum og vaka með honum. Hafa verið að stilla sína strengi eftir hans.  Það hefur ekki alveg tekist og þau hljóma soldið þreytt.  


Munaðarlaus texti - Þegar bloggið öðlast sjálfstætt líf

Undafarið hafa nokkrir leikskólakennarar sent mér texta sem fer eins og fleygur fugl um vefinn þessa daga. Þetta er blogg leikskólakennara á Marbakka í Kópavogi, sem heitir Bergljót Hreinsdóttir, hún setti þetta blogg inn á síðuna sína þann 11. september og síðan hefur það öðlast sjálfstætt líf. 

Mér finnst auðvitað gott að allir þessir leikskólakennarar - sumir gamlir nemar, hugsi til mín og vilji að ég viti hvað er í umræðunni, en það er eitt smá vandamál. Í alla þessa pósta hefur vantað hver er höfundur textans. Það finnst mér afar slæmt.

Í blogginu er Bergljót að velta fyrir sér ýmsu sem snýr að foreldrum og börnum, hvers vegna fólk er að eiga börn og hvaða hlutverk leikskólinn hefur komið sér í gangvart börnum og fjölskyldum þeirra. En hún er líka að fara fram á virðingu fyrir starfi sínu, virðingu sem skilar sér í launaumslagið.

Hér geta áhugasamir lesið færsluna hennar

http://beggita.bloggar.is/blogg/261734/ 


Hún er komin - BLÁA TUNNAN

Bláa tunnan sem við pöntuðum seinni hlutann í ágúst, þá með þeim orðum að við fengjum hana í næstu viku, þær urðu sennilega nær sex vikurnar, en hvað með það, nú er hún komin. Ég er búin að fara út með blaðabunkann frá því í ágúst, hann var orðinn fjallhár. Og tunnan fór langt í að fyllast, bara frá okkur einum. Þarft framtak hjá borginni sem ég fagna.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband