Óþjált

Ég fagna nafnabreytingu en finnst nýja nafnið, óþjált og lítið spennandi. Veit ekki hvort það höfðar sérstaklega til ungra lesenda. Það er líka leitt frá að segja að það er alveg hippsum happs hvort við fáum "blaðið" (sem við köllum líka stundum nafnlausa blaðið). Ég hélt reyndar lengi að það hefði átt að dreifa því með mogganum en svo er ekki. Við fáum moggann svona nokkurn veginn en "blaðið" sjaldan. Það skal líka viðurkennast að eftir að við fengum bláa tunnu er ég miklu jákvæðari gagnvart öllum fjöldapósti inn um bréfalúguna.
mbl.is Nafni Blaðsins breytt í 24 stundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

24 stundir, 365 miðlar, 100 ár, 60 sekúndur, 60 mínútur - 60 minutes held ég að hafi slegið í gegn

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 8.10.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

já en það er Árvakur með hina íslensku tilvísun sem á blaðið ekki 365, finnst 24 ekkert slæmt en tuttugu og fjórar stundir, verra. Annars sammála þér í hugsanatengslum.

Kristín Dýrfjörð, 8.10.2007 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband