Sunnudagur í Miðstræti

Áðan komu þrír 9 ára drengir í heimsókn. Enginn hafði áhuga á að horfa á fótbolta með Lilló, en því meiri áhuga á ýmsum tölvuleikjum sem finna má á vefnum. Ég dró líka fram gamla góða leirinn, til að athuga hvort hægt væri að freista þeirra frá tölvunni. Guðmundur Páll gerði skrímsli fyrir mig, hinir voru ögn feimnari við efnið. Svo bakaði ég risastafla af vöfflum sem allar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þegar drengirnir voru farnir, fór ég út í garð og potaði niður eins og 150 haustlaukum. Það viðraði loks til slíkra verka.

Skrímsli
Vængjaða skrímslið

100_5621

með höggtennur

100_5616

og klær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott skrímsli  - bara að kvitta fyrir mig

kveðja, Síta

Sigríður Síta (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk fyrir það, mér finnst skrímslið líka flott, ákvað að taka mynd af því áður en ég hnoðaði leirinn saman. Sé eftir að hafa ekki gert það með risaeðlugarðinn sem fimm að verða sex ára frændi minn gerði um daginn.

Kristín Dýrfjörð, 7.10.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband