Góð ferð, en mikið er líka gott að vera komin heim

Við hjónin vorum að skríða í hús, búin að vera á ferðalagi síðan um miðjan dag í gær. Vorum komin á Malpensa að staðartíma rétt fyrir 9 í gærkvöldi, tók óratíma að innrita okkur. Ég spurðist fyrir um hvort að einhver veitingarstaður væri opinn fyrir innan vopnaleit og var tjáð að svo væri. Veit nefnilega sem er að það er ekki alls staðar. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar, Lilló að horfa á leikinn (Ítalíu - Holland) og fá okkur í gogginn. Enda ekkert borðað frá því í hádeginu. En þegar inn var komið var allt lok og læs. Enginn matur, ekki svo mikið sem deigan vatnsdropa að fá. Sem betur fer hleypti ítalska löggan okkur aftur út og við náðum rétt fyrir lokun í ristorante á vellinum. Það er svo sem ekkert mál að hafa þetta svona en það væri betra að Flugleiðir létu mann vita.

Hvað um það á föstudag dó tölvan mín og á morgun þriðjudag á ég að halda erindi á málþingi í Kennó. Tíminn á vellinum í lestum og í fluginu var nýttur til að hugsa og handskrifa glærur. Settist svo niður nú klukkan 4 til að vinna þær aðeins. Held samt að það sé meiri skynsemi að fara að sofa. Svo ætli það sé ekki best að kveðja þangað til seinna.

Sturlubarnið sem er bæði farinn að skríða alveg á fjórum og loksins kominn með tvær tennur kemur líka í afapössun í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim elskurnar

Elsa systir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband