Frjósemi

Náttúrulega verður að óska fólki til hamingju með að vera svona barnvænt og frjósamt. Ég er líka alveghandviss um að þau tækju opnum örmum leikskólamenningu eins og er hérlendis. En frjósemi hefur fleiri hliðar og ég er ætla að nota tækifærið til að minna íslenska foreldra og afa og ömmur á að á morgun laugardag og sunnudag er opin í Hafnarfirði á vegum tveggja leikskóla þar, Skapandi efnisveita. þar sem foreldrar og börn geta gert ótrúlega hluti saman. Verið frjósöm á annan hátt. Ég hvet flesta til að líta við. Opnunartími er frá 9.30 til 16 báða dagana og Skapandi efnisveitan er á Álfaskeiði 115.

 

Skapandi Efnisveita

Hér fyrir neðan eru nokkrar færslur um Skapandi efnisveituna.


mbl.is Jolie orðin léttari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Án þess að ég vilji vanmeta ýmislegt gott sem á sér stað í leikskólunum, í leik og föndri og umhyggju, felst þó "leikskólamenning" okkar m.a. í því, að kostað er til u.þ.b. 150.000 kr. á hvert leikskólapláss, að mestu af sveitarfélaginu, á sama tíma og vinstrafólk býsnast og sér ofsjónum yfir því, að foreldrar geti fengið að eiga þess kost að fá t.d. 30.000 kr. til gæzlu í heimahúsi í stað þess að nýta leikskólaplássið.

Meðan um 70% starfsmanna leikskólanna eru ómenntaðir til barnauppeldis, meðan fjöldi þeirra í mörgum skólanna er erlendir ríkisborgarar, sem óhæfir eru til að stuðla að málþroska barnanna og fræða þau, og á meðan þar fer sennilega óvíða fram nein markviss lestrarkennsla, þá ættu menn að fara sér hægar í því að bera lof á leikskólakerfið. Þetta er fyrst og fremst þægilegur geymslustaður fyrir börn, en er raunar spurning, hvort það samrýmist mannréttindum og velferð barna að vera höfð í slíkri hópgeymslu á bráðungu æviskeiði, meirihlutinn yfir 7 tíma á dag og sum jafnvel upp í 9 tíma.

Jón Valur Jensson, 31.5.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband