Markmiðsetning Sturlubarnsins

Sturlubarnið kom með foreldrum sínum í heimsókn til að horfa á síðustu umferðina í enska boltanum. Þar sem Sturlubarnið og amma hafa engan sérstakan áhuga á boltanum fórum við fram í stofu. Sturlubarnið notar hvert tækifæri til þess að æfa sig í magaskriði og skriðið að breytast frá slönguskriði yfir í krossað skrið. En Sturlubarnið er líka farið að reyna sig við fjórar fætur, nú lyftir hann sér upp á fjórar og vaggar fram og til baka. Hann er enn ekki búinn að gera sér grein fyrir næsta stigi, að komast úr stað. Það kemur bráðum.

Sturlubarnið og amma skemmtu sér ágætlega í stofunni í góða stund. En í hvert sinn sem Sturlubarnið heyrði í pabba og afa yfir boltanum þá lyfti hann höfðinu og leit í kringum sig. Nokkrum sinnum gerði hann tilraunir til að leggja af stað þessa 10 metra, yfir þrjá þröskulda og tvær beygjur sem aðskyldu hann frá hinum karlpeningnum. En þær tilraunir endaðu undir stól.

Svo gerðist eitthvað í boltanum og raddir afa og pabba hækkuðu. Nú gat Sturlubarnið ekki lengur á ró sinni tekið og einbeittur á svip lagði hann af stað. Yfir allar hindranir eins eldibrandur, leiðin lá um innri stofu, í fremri stofu, yfir holið, í gegnum eldhúsið og beint inn í sjónvarpsherbergið, fram hjá pabba og mömmu og beint í fangið á afa. Gleðisvipurinn og ánægjan yfir mission accomplished var óborganleg.      

Núna eru þeir farnir út að leita að Snata, kisu. Afi keypti nefnilega smá lax handa sér og kisu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband