Sonartorrek

Sturla ÞórÍ dag 10. maí hefði Sturla okkar orðið 25 ára. Í dag förum við að leiðinu hans og leggjum á það blóm. Höldum upp á daginn með köku og kaffi. Sturla á það sannarlega skilið. Við viljum minnast hans með gleði og rifja upp minningar. Það gefur deginum óneitanlega gleðiblæ að nú hefur Sturlubarnið bæst við fjölskylduna. Hann minnir á frænda sinn um sumt. Er ákafur og kraftmikill. Veit hvað hann vill og er handsterkari en hægt er að reikna með hjá svona litlu barni. Gleðigjafi og gullmoli.

Í dag stendur Samfylkingin fyrir opnum fundium heilbrigðismál. Ég held að Lilló ætli þangað, kannski líka ég. Okkur er íslenska heilbrigðiskerfið ákaflega hugleikið. Við þökkum því og því frábæra starfsfólki sem það hefur á að skipa, að við fengum 5 mánuði með drengnum okkar. Fimm erfiða en líka stórkostlega mánuði. Mánuði sem færðu okkur vissu um hversu heppin við erum að hafa fæðst á þessum stað á jarðarkringlunni, heppin að tilheyra samfélagi þar sem jöfnuður og kærleikur er þrátt fyrir allt það sem bindur okkur saman á erfiðum stundum. Þegar við finnum að þjóðarhjartað slær í takt.

Ég vona sannarlega að flokkurinn minn geri sér grein fyrir hversvegna ég og fleiri kusum hann. Til að standa vörð um jöfnuð og samkennd samfélagsins, til þess treystum við honum. Það gerir hann ekki með því að hleypa einkarekstri á fullt. Það gerir hann ekki með því að loka augunum fyrir gjörðum samstarfsflokksins. Það gerir hann með að standa í lappirnar fyrir þau gildi sem við jafnarðamenn teljum öðrum gildum mikilvægari, að gæta okkar minnsta bróður og systur.

Velferð óháð efnahag
Opinn fundur um heilbrigðismál
laugardaginn 10. maí kl. 13–16 á Grand Hóteli
•     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar setur fundinn•     Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra: Velferð fyrir alla!•     Anna Sigrún Baldursdóttir, fjármálaráðgjafi á Landspítalanum: Er heilbrigður rekstur framundan? •     Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur á Landspítalanum: Sparsemi er slæmt leiðarljós í heilbrigðismálum•     Árni Páll Árnason alþingismaður: Betra fyrir fleiri – markmið jafnaðarmanna með breytingum í heilbrigðiskerfinu•     Fundarstjóri Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður

Allir velkomnir  

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn.

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Njótið dagsins lífsins og hvers annars.

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 10.5.2008 kl. 09:51

3 identicon

Til hamingju með daginn elsku Kristín kv. Jenný

Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, hann Stulli okkar heitinn hefði orðið 25 ára í dag. Ég hyggst skrifa sérstaka færslu seinna í dag en tek auðvitað undir hvert orð Kristínar um hann og um heilbrigðiskerfið okkar. Einnig boða ég stjórnmálafræðilega úttekt á kosningaloforðasvikum.

Ég verð hins vegar að átelja Samfylkinguna fyrir að halda svona mikilvægan fund á sama tíma og síðasta umferð ensku knattspyrnunnar og fyrsta umferð íslensku knattspyrnunnar fara fram. Það er ekki heilbrigt! 

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.5.2008 kl. 11:10

5 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Sendi ykkur hlýja helgarkveðju.

Linda Gísla. 

Linda Samsonar Gísladóttir, 10.5.2008 kl. 13:50

6 identicon

Kæru vinir til hamingju með daginn, kveðja frá Sítu og Hilmari

Síta (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:15

7 identicon

Ég ætla að brjóta bloggbannið sem ég setti sjálfri mér og senda ykkur kveðjur í tilefni dagsins. Mikið er þetta falleg mynd. Mikið hefur hann Sturla verið með falleg augu og fallegt bros. Það geislar af honum á þessari mynd. Hlýjar kveðjur frá mér til ykkar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:25

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.5.2008 kl. 00:04

9 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk til allra sem sendu okkur hlýjar hugsanir og hamingjuóskir í tilefni gærdagsins.

Kristín Dýrfjörð, 11.5.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband