Hugrekki til að mæta því óvænta

Ég hef verið að velta fyrir mér mikilvægi þess að vera hugrökk og muninum á því og því að þora. Hér áður sungu konur; já ég þori, get og vil.  

Stundum í lífinu stendur maður á krossgötum, verður eins og Lísa í Undarlandi að ákveða hvert skal halda, í hvaða átt á að stefna. Á slíkum krossgötum er það ekki alltaf spurningin um að þora, heldur að hafa hugrekki til að velja sér leið, leið sem kannski er út úr því þekkta og örugga, á vit hins óvænta. Ég hef nokkrum sinnum í lífinu staðið á faglegum krossgötum, oftast hef ég látið slag standa og fylgt þræði ævintýranna og sannarlega hef ég ekki séð eftir því. Nýlega fékk ég bréf sem fékk mig til að fara hugsa um ný ævintýri, hugsa um hvaða möguleika ég get skapað mér sjálf. Eftir eina andvökunótt fór ég á fætur full hugmynda og möguleika. Þessa daga sit ég og kortlegg, útbý leiðarlýsingu, hugsa í möguleikum.    

Es. Og þið sem þekkið söguna um Lísu vitið að þegar hún spurði á krossgötunum hvert hún ætti að fara fékk hún það svar að ef hún vissi ekki sjálf hvað hún vildi og ætlaði, skipti engu máli hvaða leið hún færi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

sp. sem Lísa spurði ekki er lykilspurning

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 18.3.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband