Á Seyðisfirði á sitthvoru tæi af sokkum - týpísk ég

Ég sat á kaffihúsi í síðustu viku þegar hringt var í mig og ég spurð um vísindasmiðjuverkefnið sem ég hef verið að vinna að í mörg ár. Þetta var ung kona Þórunn Eymundardóttir, framkvæmdastýra Skaftfells á Seyðisfirði. Í framhaldið var ákveðið að ég færi austur á fund með fólkinu í Skaftfelli og á Tækniminjasafni Austurlands til að ræða um mögulegt samstarf. Í gær fór ég austur. Það skal fúslega viðurkennt að augun voru límd þegar klukkan hringdi rétt fyrir 7 um morguninn, skrefin soldið þung. Vélin lenti á  Egilstöðum rétt fyrir níu. Ég hljóp út í “rútuna” sem ferjaði mig yfir heiðina yfir á Seyðisfjörð. Það snjóaði á heiðinni og snjórinn náði sumum rafmagnsstaurum vel upp fyrir miðju. Smá saman fór að glitta í malbiki og rétt fyrir 10 var rennt upp að Tækniminjasafni Austurlands.    

 fyrir framan Tækniminjasafnið  100_6678

 

Þar tóku á móti mér Pétur Kristjánsson og Helgi Örn Pétursson, þeir reifuðu hugmynd við mig um farandverkefni fyrir skóla. Verkefnið er í formi fræðakistils sem hefur tilvísun, í sögu, sköpun, tilraunir og fleira. Næst fórum við út í Skaftfell og hittum fyrir þar tvær Þórunnar, sú sem er framkvæmdastýra (Hjartardóttir) og sú sem er stýra í barneignarleyfi (Eymundardóttir), með þeir var líka Daníel nokkur Björnsson myndlistamaður. Ég sýndi þeim það sem ég hef verið að fást við, hafði druslað með mér bókum, myndaskráningum og tölvunni. Við ræddum möguleikana um að setja saman verkefni byggt á sameiginlegri reynslu og hugmyndum okkur allra. Ég held ég geti sagt að það hafi farið vel á með okkur og við komist að því að við milli okkar eru margir snertifletir.

 eldsmíða nagla  100_6673 100_6674  

Eftir hádegi fórum við í barnaskóla Seyðisfjarðar (Seyðisfjarðarskóla) sem er í 100 ára húsi, með góðum anda. Allir fara úr skónum í anddyrinu, ég líka á sitthvoru tæi sokkum (svona smá litamunir á dökkbláum og svarbláu sá ég í dagsbirtunni). Á veggjum skólans fann ég svo hópmyndir af foreldrum mínum, pabba frá því að hann varð gagnfræðingur og þeim báðum frá Iðnskóla Seyðisfjarðar frá 1956. Skemmtilegt.

  

 pabbi mamma 100_6645

Við ræddum lífvænleika hugmyndarinnar frekar við skólastjórnendur barnaskólans, þau Jóhönnu Gísladóttur, aðstoðarskólastjóra og Þorstein Arason skólastjóra. Hvernig möguleg framkvæmd gæti litið út, hver ætti að gera hvað, tengingar við aðalnámskrá grunnskóla, hvernig hægt er að fylgja eftir og meta svona verkefni, mögulega úrvinnslu í ýmsu formi og fleira og fleira.

 100_6662 100_6675

Á eftir fórum við og skoðum sýningar fyrst í vélsmiðjunni og svo um sögu ritsímans í ritsímahúsinu á Seyðisfirði. Á þessum stöðum tók á móti okkur Grétar Einarsson skólabróðir foreldra minna úr Iðnskólanum. Við vorum leidd í gegn um leyndardóma ritsímans og vélsmiðjunnar. Um hálf sex fór ég upp í flugvél aftur og var lent í Reykjavík í strekkingsvindi upp úr sjö. Góður dagur á enda kominn.  

 

símastaur  100_6681  100_6683


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var gaman að lesa þessa ferðasögu. Svo er það líka ánægjulegt að sjá að frábært starf samstarfsfólks, eins og vísindasmiðjuverkefnið, er að skila sér á þennan hátt. Vonandi heldur þessi hugmynd þeirra þarna fyrir austan áfram að vaxa og dafna. Keep up the good work

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 08:53

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Frábært og mjög spennandi mál á ferðinni.

Skemmtilegur og efnismikill pistill hjá þér.

Þetta segi ég ekki bara vegna þess að ég bý á Seyðisfirði.

Jón Halldór Guðmundsson, 15.3.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll það var gaman að koma þangað og finna kraftinn í mannlífinu. Ég hef alist upp við sögur af mannlífinu á austfjörðum, aðallega samt Eskifirði og Seyðisfirði. Sumar sannar, aðrar örugglega ... . 

Kristín Dýrfjörð, 15.3.2008 kl. 16:27

4 identicon

Þar á súpermaðurinn Guðmundur Þórðarson fyrrv. skólastjóri heima. Bið að heilsa. p.s. Kristín: Segir maður ekki -sitthvoru tagi- ?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Var Guðmundur Þórðarson einhvern tímann skólastjóri?

En hann er súpermaður, það er víst.  Og hann er pabbi hennar Þóru líka.

Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 13:03

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Frábær saga og myndir! Takk.

Edda Agnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 10:11

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Gísli örugglega segir maður sitt af hvoru tagi, en ég var sko í sitt af hvoru tæi, svona eins og börnin. Nú þekki ég ekki Guðmund skólastjóra en ef ég rekst á hann skila ég að sjálfsögðu kveðju. Nú eða Jón Halldór geri það**), og takk Edda. Ætli sé ekki best að snúa sér að því að klára yfirferð verkefna, svo páskahreingerningar geti hafist.

Kristín Dýrfjörð, 18.3.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband