Það eru ekki bara smáfuglar heldur líka litlar hagamýs sem þarf að gefa

Ég skrapp í foreldrahús í dag, þar bar helst til frétta að hagamýsnar í garðinum eru að verða matarlausar. Í snjónum sjást agnarsmá spor eftir litlar mýs sem hætta sér úr holum í matarleit. Pabbi og bræðrasynir mínir eru því í önnum þessa daga að bera í þær fræ. Síðan er fylgst með hvernig þær bera sig að, hamstra og hlaupa með fenginn í holu. Öllum köttum sem hugsanlega ætla að nýta sér tækifærið til að ná í litlar mýs eða smáfugla er samviskusamlega bægt á brott.

Frændur mínir voru víst svolítið hissa fyrst yfir að það eru ekki bara smáfuglarnir heldur líka mýsnar sem þarf að fæða, en nú finnst þeim það held ég bara spennandi. Ég man fyrir nokkrum árum þegar ein hagamúsin slapp inn. Pabbi hafði heilmikið fyrir því að veiða hana í gildru og svo var farið langt niður í Fossvog til að sleppa henni lausri. Mamma hristir bara hausinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband