Af hverju eigum við að treysta fólki sem treystir ekki hvert öðru?

Hverju ætli fólk vantreysti? Spreð í gæluverkefni? Illa ígrunduðum ákvörðunum? Blóðugum innbyrðis skylmingum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins?

Það gefst ekki vel í pólitík þegar kjósendum finnst verið sé að að hafa þá að háði og spotti. Fundurinn í Valhöll þar sem flótti barst í liðið og enginn treysti sér til að styðja við bakið á oddvitanum gaf borgarbúum flokkslínuna. Af hverju ættu borgarbúar að treysta borgarstjórnarmeirihluta sem treystir ekki eigin fólki?

 

 


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Einmitt

Kristín Dýrfjörð, 1.3.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Allur íhaldskórinn ætlar að endurvinna traust borgarbúa. Það er góð stefna. Þegar hlutir hafa lokið hlutverki sínu eru þeir sendir í endurvinnslu.

Sigurður Sveinsson, 1.3.2008 kl. 08:35

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þú veist að eins manns rusl er annars manns gull. Þannig er það alls ekki endir eins eða neins að fara í endurvinnslu. Getur þýtt nýtt pólitískt líf. Þar er hægt að öðlast nýtt og jafnvel stærra hlutverk.

Kristín Dýrfjörð, 1.3.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ps. kannski bara ekki í pólitík

Kristín Dýrfjörð, 1.3.2008 kl. 10:45

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Borgarstjóri á ekki bakland í neinum stjórnmálasamtökum svo vitað sé. Leiðtogi meirhlutans á bakland hjá fjölskyldunni.

Eini maðurinn sem hugsanlega veit hver tekur við af borgarstjóra er spámiðillinn Hermundur Rósinkranz.

Þannig að 9% traust þjóðarinnar er bara alveg glimrandi árangur.

Árni Gunnarsson, 1.3.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það er svo sem rétt Hallgerður, en kjörnir fulltrúar geta hætt, allir 7 svona ef þeir svo kysu (þeir eiga sína varamenn). Mér fannst aðferðarfræðin í Valhöll sýna pólitíst þroskaleysi. Þar sýndi fólk að það hefur ekki burði til að rísa yfir eigin perónuleg mál og niðurstaðan er 9%.

Ég hef áður sagt að ég vilji ekki að mitt fólk fari í samstarf eða reyni að mynda nýjan meirihluta. Sjálfstæðimenn verða að höndla það að eiga frumkvæði að því að leysa þá krísu sem borgin er komin í, hvernig sem þeir gera það. Ef það er þjóðstjórn sem er lausnin þá verða þeir að taka það skref, en þá finnst mér að ALLIR flokkar verði að vera þátttakendur. 

Kristín Dýrfjörð, 1.3.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband