Óskaleikskólinn

Fyrir nokkrum árum bað ég leikskólakennaranema að setja niður á blað hvernig þeir teldu að börn vildu hafa leikskólann, hvað ætti að einkenna starfið þar. Hugmyndina fékk ég frá  höfundi bókarinnar Palli var einn í heiminum. Jens Sigsgaard spurði börn hvað þau vildu gera ef þau mættu allt. Í tilefni þess að á morgun 6. febrúar er Dagur leikskólans ákvað ég að deila hugmyndum nemanna með lesendum. En svona telja þeir að óskaleikskóli barnanna sé.

  Að börn vilja vera í leikskóla þar sem er
  • Gleði
  • Öryggi
  • Góð samskipti  milli allra
  • Skemmtilegt starfsfólk (ekki fýlu)
  • Lifandi starfsfólk
  • Engar vinnustundir sem fullorðnir ákveða allt og stjórna

  • Ekki hópastarf oftar en 2x í viku (og hafa það oftar í formi vettvangsferða)
  • Góður salur
  • Listasmiðja
  • Byggingar megi standa (þegar maður er búinn að byggja og byggja þá er svo sárt að þurfa alltaf að rífa niður)
  • Tónlist
  • Stöðugleiki í starfsmannahaldi (ég þekki fólkið sem heilsar mér í dag og á morgun, það sé ekki alltaf að skipta)

  • Hlýlegt glaðlegt starfsfólk
  • Reglur skýrar
  • Fjölbreytileika
  • Skóli þar sem manni líður vel að koma inn
  • Vel sé tekið á móti okkur
  • Lýðræðislegur
  • Þar sem mömmu og pabba líður líka vel
  • Þar sem stöðugleiki á meðal starfsfólks
  • Þar sem ég læri eitthvað nýtt og get verið með vinum mínum
  • Frjáls leikur í fyrirrúmi

  • Upplifa njóta augnabliksins
  • Langan tíma í frjálsum leik
  • Starfsfólk sem er jákvætt og virðir okkur
  • Hlýtt hjartalag, knúsar okkur þegar við á
  • Flæði – megum fara á milli
  • Líka að vera út í náttúrunni, njóta þessa að vera til (klifra í trjám og klettum, detta í þúfum og moka sandi í fjöru)
 (og eins og sjá má voru hóparnir 5).  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Góð kveðja - var að koma úr Framhaldsskólanum að Laugum

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.2.2008 kl. 20:14

2 identicon

ég vona að barnabörnin mín fái að vera í leikskóla sem hefur sem mest af því sem þarna stendur.

Kveðja að norðan

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sé ykkur í morgunkaffi - er norðan heiða í þessum líka fallega snjó.

Kristín Dýrfjörð, 5.2.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábær samantekt - takk fyrir þetta! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.2.2008 kl. 14:38

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Í framhaldi af þessu, gerði ég stutta könnun á síðastliðnu ári hvað nemendur vildu helst hafa í fari kennara. Svarið sem kom frá þeim flestum var að  þeir vildu að kennari væri ,,skemmtilegur" en svo er það víst svolítið afstætt hvað er að vera skemmtilegur.  Þar er eflaust átt við viðmót kennara, sem kemur einmitt svo greinilega fram í þessum listum hér að ofan..og ég leyfi mér að ,,kópera" og setja hér inn:

  • Góð samskipti  milli allra
  • Skemmtilegt starfsfólk (ekki fýlu)
  • Lifandi starfsfólk
  • Hlýlegt glaðlegt starfsfólk
  • Vel sé tekið á móti okkur
  • Starfsfólk sem er jákvætt og virðir okkur
  • Hlýtt hjartalag, knúsar okkur þegar við á
  • Samskiptagreind virðist vera sá hæfileiki sem skiptir einna mestu máli í kennarastarfinu. Kennurum verður að sjálfsögðu að líða vel til að geta gefið af sér - og auðvitað innifelur það í sér að hafa mannsæmandi laun, á vinnustað sé góður andi, störf þeirra séu metin að verðleikum o.s.frv.
  •  

     

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.2.2008 kl. 14:49

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk fyrir, samskiptagreindin er oft vanmetin en sömuleiðis er fólk æ meira að gera sér grein fyrir gildi hennar ásamt því að geta verið frjór og skapandi. Allt eiginleikar góðra kennara sem að sjálfsögðu eiga líka að fá sæmandi laun.

Kristín Dýrfjörð, 6.2.2008 kl. 14:55

7 identicon

 Sæl Kristín.

Það sem ég hef rekið mig á í starfi mínu sem leikskólakennari er alltof mikið skipulag. Allt er tekið inn í starfið án ígrundunar og síðan er engin tími til að fylgja því eftir. Hópastarfstímar og samverur verða ekkert annað en niðurnjörvaðar kennslustundir. Fyrirbærið "frjáls leikur" er ekkert annað en afsprengi þessarar stefnu. 

En þetta tuðaði ég nú stöðugt þessi þrjú ár sem ég var í námi ( þar á meðal hjá þér.

Hilmar Trausti 

Hilmar Trausti Harðarson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband