Allir tollarar landsins á vak um helgina vegna væntanlegra afmælisgesta

Allir tollarar eru á vakt á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna þeirra fréttar að hingað séu væntanleg allskyns illyrmi frá útlöndum. En eftir að hafa horft á annan fréttatíma fyrr í sumar þar sem talsmaður(kona) flugmálayfirvalda sagði í umfjöllun um aukna einkaþotuumferð "eðlilegt" að vera með minniháttar gæslu á Reykjarvíkurflugvelli, þau nefnilega treysta flugstjórum fyrir sínum farþegum, þá bara skil ég ekki hvers vegna vel rík samtök eins og vítisenglarnir leigja sér ekki bara þotu og senda tollurunum í Keflavík langt nef?

Reyndar fannst mér merkileg frétt um hversu margar einkavélar eru að lenda hér á sólarhring. Og í ljósi þess enn alvarlegra að ekki er uppi fullt eftirlit, vopnaleit og alles við komuna hingað. Mér fannst heimsmynd og traust talskonu flugmálayfirvalda full sakleysislegt fyrir minn snúð.


mbl.is Lögreglan lagði hald á vopn í félagsheimili Fáfnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Af tvennu illu vil ég heldur fá hérna nokkra tattóveraða töffara í leðurbuxum en einkaþotur með sofandi fanga (þeim eru gefnir stílar) á leið til pyntinga.  Ég las nýlega að áhafnirnar hafi stundum gist á hóteli hérlendis. Þessir skuggalegu aðilar sluppu alfarið við leit, vonandi verður breyting á því.

Sigurður Þórðarson, 1.11.2007 kl. 23:27

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Ég vil hvoruga, þér að segja. Og svo vil ég miklu hertara eftirlit á Reykjarvíkurflugvöll, það er mikil aukning í flugi þangað eins og við sem búum hér í miðbænum vitum vel. Í haust hef ég tvisvar lent í atviki þar sem flugfélagsvél hefur þurft að gefa eftir fyrir einkavél. Í annað skiptið þurfti Fokkerinnað hringsóla eftir að hafa verið kominn í aðflugslínu (með hjólin niður), en í hitt snögglega að hætta lendingu og keyra sig upp aftur. Verð að segja að það atvik sat aðeins í mér, minnti mig á "slys" á sama velli árið 2000.  

Kristín Dýrfjörð, 1.11.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Reyndar alveg rétt hjá þér Línbergur, ég átti náttúrlega að segja á tilteknu svæði, en samkvæmt fréttinni þá er flugstöðin næstum í "herkví" og allir tollarar á vakt. (ruv, sjónvarp)

Kristín Dýrfjörð, 2.11.2007 kl. 00:00

4 identicon

Það er reyndar vitað að það kemur töluvert af dópi inn með einkaþotum. Yfirvöld virðast bara ekki vilja opna augun fyrir því.

Jóhann Einarsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:26

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Enda eru þau mjög upptekin við að elta hinn venjulega Íslending sem óvart kaupir gismó yfir hámarksverði í útlöndum eða jafnvel í fríhöfninni og skuldar svo skattinum 500 kall í opinber gjöld. Þar eru tækin og mannaflinn. (Mér finnst þau auðvitað eiga að vera þar líka).

Kristín Dýrfjörð, 2.11.2007 kl. 00:33

6 identicon

Ertu að tala um Reykjavíkurflugvöll ? Því ég get vel útskýrt starfshefðir tollara/flugumferðarstjórn... Um einkavélar... Frá toppi til táa hér hjá okkur í leifstöð.

Kv. pirraður starfsmaður leifstöðvar.

gazzi (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 00:53

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Iss þú þarft ekki að vera pirraður, þið eruð sjálfsagt að fara eftir því sem ykkur er gert, og ekki við ykkur að sakast. Ég pirraði mig ekkert sérstaklega síðast þegar tollararnir vildu fá að sjá kvittun fyrir 16 þúsund króna flakkaranum sem ég keypti í fríhöfninni. Ég varð miklu pirraðri þegar ég kom heim og hann virkaði ekki og ég lenti í margra vikna máli við að fá nýjan. 

Mér finnst aftur frekar fáránlegt að sjá svo talskonu flugmálayfirvalda koma og útskýra vinnureglur á Reykjavíkurflugvelli sem eru langt frá því sem þið eruð að gera í Keflavík, þar sem FLUGSTJÓRUM er treyst og tollskoðun í lágmarki. Sit hér nú og gettu hvað, er ekki vél að koma inn til lendingar, heldurðu að það sé áætlunarvél? Væri ekki eðlilegra að beina henni til ykkar (það er jú komin nótt) og ef ekki, hafa þá almennilegar græjur hér og fullmannað. Lendingargjöldin yrðu bara að hækka verulega á þessar vélar til að halda úti þessum lúxusvelli sem Reykjavíkurflugvöllur er fyrir tiltekinn hóp, sem vel að merkja borga fæstir opinber gjöld hérlendis.

Kristín Dýrfjörð, 2.11.2007 kl. 01:07

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Lendingar einkaþota að næturlagi á Reykjavíkurflugvöll er ekki lengur undanþágutilfelli í merkingu gildandi lendingarbanns. Undanþágur sem gerast tíðar verða að reglu. Reykjavíkurflugvöllur er mjög greiðvikinn, skulum við segja. Tollurinn í Reykjavík reynir vafalaust að halda uppi lögbundnu eftirliti, en ég er ekki viss um að næturvinna upp á hvern dag á Reykjavíkurflugvelli sé liður í fjárhagsáætlun stofnunarinnar. Allir, sem til landsins koma, þurfa að hafa sterklega á tilfinningunni að þeir geti lent í náinni leit við hvaða komu sem er, ekki satt? Er það svo á Reykjavíkurflugvelli?

Ég segi ekki að það eigi að hafa þar sama viðbúnað og gegn Vítisenglamönnum. Það er ekki góður félagsskapur undir nokkrum kringumstæðum. Miklu verri en klám-fólkið sem við hentum úr landi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 01:36

9 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Og hvað með það? Er hinn nýríki Íslendingur ekki jafn líklegur til að hafa óvart skellt dýra úrinu sem hann keypti í útlöndum á arminn og hinn sem lendir í Keflavík, eða vera óvart í pelsinum frá Köpen. Eiga ekki sömu reglur að gilda um mig og séra Jón? Ef ekki, þá er í raun verið að segja að ég geti keypt mig fram hjá hinu opinbera eða alla vega að ég fái sérmeðferð. Er það svoleiðis samfélag sem við viljum?

Kristín Dýrfjörð, 2.11.2007 kl. 01:57

10 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Og annað Lilló, mannstu þegar við lentum í flugatvikinu í Berlín á leiðinni til Munhén, þegar sprakk á nokkrum dekkjum í lendingu og við þurftum að bíða og bíða, að endingu var klukkan orðin svo margt að vélinn (sem send var til að sækja okkur) mátti ekki taka af stað, var nefnilega komið yfirflugsbann í Munhén, eftir tíu að kveldi (minnir mig) máttu vélar ekki fljúga yfir borgina. Annað ég hélt það væri bara brottfararbann en ekki lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli á nóttunni?

Kristín Dýrfjörð, 2.11.2007 kl. 02:05

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ekki ætla ég að efa að pappírslegum gögnum sé skilað inn. Hygg að þeim sé t.d. skilað inn af bandarísku fangaflugvélunum svokölluðu. Sem koma hingað sem hverjar aðrar einka- eða ferjuflugvélar. Þær eru ekki diplómataflugvélar. Hingað til hefur ekki verið farið inn í þær vélar, enda taldi utanríkisráðherra að það ætti eftirleiðis að gera. Þær vélar eiga, rétt eins og einkaþoturnar og skúturnar í höfnunum, að lúta slíku eftirliti að smygl eða flutningur á hverju ólöglegu sem er teljist allnokkuð áhættusamt; t.d. fíkniefnum, lúxusvörum eða föngum á leið til pyntinga.

Friðrik Þór Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 02:35

12 Smámynd: Fríða Eyland

Þjóðin er eitt og elítan annað, það þarf að taka til á mörgum stöðum á þessu skeri og íhuga vandlega hvernig við viljum sjá skattinn okkar notaðan. 

Fríða Eyland, 4.11.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband