Hver eru verkfæri leikskólans til að vinna með jafnrétti kynjanna?

Var að skoða gamalt efni í tölvunni minni og rakst á þetta. Var hluti af fyrirlestri sem ég var með í leikskólafræði. Einhver leikskólakennari sem les bloggið mitt gæti haft á þessu áhuga og viljað ígrunda það sem þarna kemur fram.

 

Er byggt á kafla eftir Glendu Mac Naugthon (1998)  í bókinni: Gender in Early Childhood, í ritstjórn, Nicola Yelland

 

Í kaflanum er byrjað á að segja frá hvernig tæki jafnréttissinnar innan leikskólans hafa verið að nota síðustu 20 ár til að hafa áhrif og til breytinga og á hvaða hugmyndafræði þau byggja. Sem dæmi er algengt að stelpur séu hvattar til að leika með byggingarefni með það að  markmiði að ýta undir vísindalega og röklega hugsun hjá þeim. Í öðru lagi er stelpur hvattar til að vera þátttakendur í leik sem ekki telst vera dæmigerður stelpuleikur. Er það gert með það að markmiði að víkka út sjóndeildarhring stelpnanna. Byggja þessi tæki á þeirri hugmynd að allar konur og karlmenn eigi að njóta sama réttar og sömu tækifæra. Og í gegn um tæki félagsmótunnar sé hægt að hafa áhrif á þessi viðhorf.

 

Kaflinn greinir nánar frá rannsókn þar sem ákveðið var að fylgja eftir leikskólakennara sem ætlaði sér að skoða og breyta leik í heimils- og kubbakrók. Kennarinn er nefnd Fay. Fay hafði sterkar hugmyndir um jafnrétti sem tengdust starfsímynd hennar sem leikskólakennari sterklega. Hún var í hóp leiksólakennara sem hittist mánaðalega til að ræða um jafnréttismál út frá sjónarhorni kvennafræðinnar. Í nokkra mánuði fylgdist hún með leik barnanna á deildinni sinni. Hún komst að því að leikurinn féll vel að því sem rannsóknir hafa sýnt það er að ákveðið kynjamunstur má finna í leik. Strákarnir voru virkari í kubbum á meðan stelpur voru virkari í heimils-krók og á leikssvæðum sem krefjast minni líkamlegrar áreynslu. Eftir að Fay kom í leshópinn skilgreindi hún jafnrétti meira og minna það að stelpur og strákar ættu að vera að fást við sömu viðfangsefni og það ætti að koma fram við þau á sem líkastan hátt. Hún skilgreindi líka hlutverk sitt sem sú sem hvetur barnið áfram á þroskabrautinni með því meðal annars að vera sú sem skipuleggur umhverfið þannig að ákveðið jafnvægi ríki þar. Og að þar ætti að gilda frjálst val fyrir börn. Þetta merkti að Fay varð að skipuleggja leiksvæði þannig að réttu leikefnin væru kynnt á réttan hátt.    

 

Fay komst að því að stelpur og strákar léku sér á mjög ólíkan hátt með kubba og féll niðurstaða hennar að því sem aðrar rannsóknir höfðu sýnt.  Hún komst að því að ekki voru öll börn sem léku sér með kubba, sérstaklega átti það við stelpurnar. Fay ákvað sem fyrr segir að breyta leikhorninu og sameinaði heimils- og kubbakrók í eitt og gaf svæðinu nýtt nafn “leikræntjáning” (dramtatic). Tók það börnin um 3 mánuði að fara með leikföng á milli þessara svæða. En leikurinn breyttist lítið. Börnin lærðu nýju nöfnin fljótt en ekki til þess að það breytti leiknum.

 

Hversvegna mistókst þessi tilraun Fay?

 

Samkvæmt kvennafræðinni í dag er því haldið fram að starfsfólk verði að vera þátttakendur í leik barnanna til að breyta kynjamunstrinu, það breytist ekki bara með því að breyta umhverfinu og hugtökum. Það að vona að börnin mundu ósjálfrátt sjúga eins og svampar upp hið kynlausa umhverfi er talið bæði óraunhæft og dæmt til að mistakast.

  

Mér finnst þessi kafli falla svo vel að því sem ég skrifaðu hér að neðan um reynslu Miu hinnar sænsku af svipuðum breytingum að hann ætti heima hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband