Nískasta þjóð í heimi - alla vega þegar kemur að börnum

Ég las áðan í Fréttablaðinu að verið væri að byggja 483.000 fermetra af verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er hrein viðbót við það sem fyrir er. Mér var sem snöggvast hugsað til þess hversu nísk við erum á pláss fyrir börn.

  

Mér verður hugsað til þess að reglugerð um leikskóla var breytt til þess að hafa af börnum 0,5 fermetra til þess eins að sveitafélög þyrftu ekki að byggja. Gætu fjölgað plássum án steyputilkostnaðar held ég að það hafi heitið. Svo fór ég að hugsa, hvað ef við ákveddum að hvert barn ætti að fá 9 fermetra í stað þeirra 6,5 sem nú er í heildarrými, hvað þyrfti að bæta miklu við.

Samkvæmt tölum Hagstofurnar voru 17.260 börn í leikskólum landsins um síðustu áramót. Ef við ætluðum hverju þeirra 9 fermetra þyrftu þau 155.340 fermetra en núna eru þessum börnum ætlaðir 112.190 fermetrar. Viðbótin er minni en kringlan sem Samson ætlar að byggja á Vitastígnum.  Hvað er að þessari ríkustu þjóð, getur verið að við dýrkum peninga fram yfir allt?

 

PS. Er búin að blogga margsinnis um afleiðingar þessa plássleysis á börnin og starfsfólkið. Þær heilsufarshættur sem fylgja fyrir báða, t.d. í formi heyrnarskaða. Held t.d að það hafi verið á meðal minna fyrstu færsla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kristín, kíkti hér inn af því að vinkona sendi mér slóðina, trúlega vegna þess að mér er tíðrætt um aðbúnað barna í leikskólum landsins. Og mikið rosalega rosalega er ég sammála þér í þessu máli. Planta sem sett er inn í stórt, bjart, rými nær að vaxa og teygja úr sér í allar áttir, en planta sem sett er í þröngt rými verður aldrei eins ræktarleg, hvað þá heldur börnin..... Þetta er ótrúlegt ÓTRÚLEGT hvernig áherslurnar eru í þessu landi velmegunar og allsnægta????

Kveðja Ingibjörg Einars, leikskólastjóri í litlum leikskóla úti á landi

Ingibjörg Einarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk Ingibjörg, við sem berum hag barna og starfsfólks leikskóla fyrir brjósti verum að láta í okkur heyra, gera kröfu á samfélagið að það fari að skoða þessi mál. Umræða eins og fer fram á bloggum landsins er eitt skref í þá átt. Vertu velkomin sem oftast. kv

Kristín Dýrfjörð, 25.9.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband