Byggja þarf minnst 8 nýja leikskóla

Ef það á að tryggja öllum þessum 850 börnum vistun, vandamálið er hins vegar að það stoðar lítið að byggja og byggja ef ekki er samtímis reynt að tryggja að til sé fagfólk til að vinna við þessa skóla. Væntanlega eru foreldrar ekki með væntingar um að þessir leikskólar eigi fyrst og fremst að sinna gæslu eða geymsluþörf.  Flestir foreldrar gera kröfur til fagmennsku. En síðan má ekki gleyma öðrum þáttum sem gera starf í leikskólum lítt aðlaðandi, eitt af því sem ýtir fólki frá er þrengsli og hávaði.  Hugsum stærra, tryggjum þeim börnum sem þegar eru i kerfinu fleiri fermetra.

Lítil börn eru enn viðkvæmari fyrir sífelldum mannabreytingum en eldri börn, við skuldum öllum börnum og kannski ekki síst þeim yngstu að skoða allar hliðar leikskólamála.

Samfélagið, menntamálaráðuneytið, samtök sveitarfélaga og fagfólk þarf allt að koma að málefnum leikskóla, gera kröfur en samtímis tryggja fjármagn þannig að hægt verði að tryggja bæði þeim börnum sem eru að fæðast og þeim sem þegar eru í leikskólum/á leikskólaaldri, bestu mögulegu aðstæður.


mbl.is „Engin töfralausn til"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eða . .  

Er ekki kominn tími til að íslensk ,,stórfyrirtæki" taki sér erlend stórfyrirtæki til fyrirmyndar og bjóði upp á barngæslu á vinnustöðum? Ég skil ekki afhverju þetta hefur ekki verið gert hér áður, en rannsóknir sýna að fólk sem að vinnur hjá fjölskylduvænum vinnuveitendum sem að bjóða uppá svona þjónustu er bæði hamingjusamara á vinnustað og duglegra að vinna. Þetta væri bara gott fyrir alla.

ex354 (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:05

2 identicon

Sæl frænka

ég rakst nú á síðuna þína fyrir rælni

vildi bara kvitta ´fyrir innlitið þú stendur þig vel

kveðja Erla Björnsdóttir

dóttir Helenu Dýr ;)

Erla Björnsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:30

3 identicon

Flottar pælingar hjá þér Kristín. Ég skil satt að segja ekki hvers vegna leikskólar sem byggðir eru í dag eru ekki stærri, með betri hljóðeinangrun og umfram allt aðlaðandi. Það er sorglegt hvað "arkitektúrinn" fær oftar að ráða ríkjum en gott og skynsamlegt skipulag. - En ég er sjálf farin að efast hvort að foreldrar vilji yfir höfuð fagmennsku eða það er réttar að segja hvort þeir hugsi ekki fyrst um þjónustuna/gæsluna og svo ef möguleikinn er fyrir hendi þá hugsa þeir um fagmennskuna. Ég er sjálf að íhuga hvort ég eigi að minnka viðveru dóttur minnar og "redda" mér bara í gegnum námið! Mér finnst aðstæður hennar eftir kl 14 á daginn alls ekki nógu góðar og er ég því komin á þá skoðun að ég verð bara að læra með mikið af teiknimyndum í bakgrunninum.

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:39

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Takk ex354, málið er að víða erlendis þar sem þetta er gert er hið opinbera kerfi í molum. Fyrirtækin sem þú ert að vísa til eru líka fyrirtæki sem t.d. borga meira en 6 vikna fæðingarorlof, veikindarétt, lífeyrisrétt, hluti sem við teljum sjálfsagðan hluta af okkar velferðarkerfi. Skólarnir eru líka og eiga að vera sjálfsagður hluti af kerfinu. Ég hef einhverstaðar annað hvort bloggað eða svarað bloggi þar sem ég fjallaði um hvernig vinnustaðaleikskólar þjónuðu atvinnurekanda og þá bara sumum stéttum á vinnustaðnum. Ég vann ung kona á slíkum leikskóla. Okkur þótti (mörgum í stéttinni) framfaraskref þegar þessir leikskólar urðu almennir.  

Kristín Dýrfjörð, 25.9.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Kæra Svava, finnst skelfilegt til þess að hugsa að þú metir það svo að það sé betra fyrir barnið þitt að sitja heima og horfa á sjónvarp en að vera í leikskóla. Ekki góð meðmæli með ástandinu. En segir kannski eitthvað um veruleika margra leikskóla. Ég vona sannarlega að ástandið batni. Hitt er kannski rétt að foreldrar geta ekki annað en lokað augunum fyrir ástandinu. Ef þeir horfast í augu við það, þurfa þeir líka að taka samviskuákvörðun sem er þeim kannski í raun ómöguleg. Held svo ég vísi til ex354 að það skipti ekki máli hvort leikskóli er fyrirtækjarekinn eða ekki, fyrirtækin búa ekki til fagfólk. Því engin trygging fyrir betra ástandi seinnipartinn - en það er löngum vitað að það hefur gegnið verr að manna seinniparta- fagfólkið vill flest geta lokið sinni vinnu fyrir 15 eða 16. Í mörgum leikskólum er meira að segja hreint út sagt að það sé bara gæsla, ekkert uppeldisstarf eftir kaffi.  

Kristín Dýrfjörð, 25.9.2007 kl. 14:58

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ps. Takk Erla, gaman að "sjá" fjölskylduna - jafnvel þó ekki sé í annarri mynd en á neti.

Kristín Dýrfjörð, 25.9.2007 kl. 15:45

7 Smámynd: Elías Theódórsson

Hvernær verða byggðar heimavistir við leikskólana? Foreldrarnir gætu þá heimsótt börnin um helgar ef þau hafa tíma til!

Elías Theódórsson, 26.9.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband