Hluti vandans eru alltof mörg börn á allt of fáa fermetra

Gott framtak sem ég gleðst yfir. Tel samt að komið sé að þeim punkti að sveitarfélög fari af alvöru að huga að fjölda barna á deild. Held að það sé stór ástæða þess hversu fólk tollir oft illa. Eins og ég hef stundum spurt áður hvernig liði þér lesandi góður að þurfa að vera 8-9 tíma á dag í kokteilpartýi. Þetta er ástand sem er óhæft fyrst og fremst fyrir börnin. 1. Vegna þess að ég held að það sé þroska þeirra og heilsu hættulegt. 2. Vegna þess að starfsfólk gefst upp, verður pirrað og oftar veikt, sem leiðir til verri aðstæðna fyrir börn. Svo barnanna vegna, fjölgum fermetrum á barn.

 

3 fermetrar er ekki nóg, ein ríkasta þjóð í heimi hefur efni á betri aðstæðum fyrir börnin sín.


mbl.is Kópavogur samþykkir aðgerðaáætlun í leikskólamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér með fermetrana. Það er ekki hægt að bjóða börnunum og starfsfólki leikskólana upp á svona lítið rými.

Ekki veit ég hvað er hægt að gera svo að ráðamenn skilji hvernig er að vinna á svona stað þar sem, eins og þú segir að sé eins og í kokteipartýi. Það er góð myndlíking. Ég er sjálf stundum alveg að gefast upp á þessu, finnst eins og maður sé að kafna og ærast í hávaða og plássleysi.

Kannski ættum við að krefjast þess að ráðamenn komi og vinni fyrir okkur í svona eina viku og finni sjálfir hvernig þetta er.

 Kveðja, Sigga í Fögrubrekku

Sigríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sendum þeim boðskort um að mæta í 45 tíma kokteilboð, sjám hvað margir mæta.

En þú og allar hinar (hinir) eigið alla mína aðdáun og sannarlega vona ég að þið gefist ekki upp. En kannski er þetta eins og í illa meðvirkum fjölskyldum það er ekki fyrr en einhver gefst upp og setur stólinn fyrir dyrnar að "alkinn" fer að fatta umhverfið og hversu mikið honum hefur verið leyft að skaða það og hversu illa skaddaður hann er sjálfur. Kannski þurfum við að hætta meðvirkninni.

Kristín Dýrfjörð, 21.9.2007 kl. 23:37

3 identicon

sæl,

var að hlusta á viðtalið við ykkur Möggu Pálu og mikið svakalega var ég ánægð með þig, málefnaleg og ákveðin. Leitt að ekki mátti ræða almennilega t.d. um orðanotkun i Hjallastefnunni. Þessi þáttur staðfesti fyrir mér margt af því sem ég hef haldið fram varðandi stýringuna á Hjalla.

Fermetramálið - verandi nýkomin aftur inn í leikskóla þá líður varla sú stund að ég hugsi ekki um þetta - mér finnst þetta svo svakalegt og hef mikið talað um þetta á mínum leikskóla til að fá fólk til að skoða málið sérstaklega út frá líðan barnanna eða réttara sagt þeim aðstæðum sem þeim er boðið upp á daglangt.

kv. Díana

diana (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 00:45

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Enda er það ábyrgðarhlutur - held að í mörgum leikskólum hafi verið sett upp vél-EYRA sem verður grænt ef hávaði er undir ákveðnum mörkum og svo verður það rautt ef hann fer yfir, veit reyndar ekki hvar mörkin eru sett, held að þau séu heldur hærri en lægri en ég held líka að EYRAÐ sé of oft rautt. Segir okkur kannski það sem segja þarf. Er það ekki svo að víða þar sem verið er að pynta fólk er stöðugur hávaði notaður?

Varðandi hjallískuna - þá hef ég í mínum vinahópi stundum rætt um þau orð og stýringu sem mér finnst einkenna starfið þar. Mér finnst hins vegar heiðarlegast að ræða þetta við höfundinn sjálfan, fá hennar skýringar og rök. Alveg eins og ég pæli í hvernig ég tala um leikskólastarfið þá reikna ég með að annað fagfólk geri slíkt hið sama og geti að sjálfsögðu svarað fyrir það. Og Margrét hefur hingað til sannarlega verið fær um að svara fyrir sig.  Hitt er auðvitað annað hvort ég "kaupi" svör hennar og rök. Þegar fagfólk rekur skóla sem 1200 börn sækja hlýtur það að þola skoðun og umræðu á þeirri hugmyndafræði sem það leggur til grundvallar. Ég tel það hljóta að þyrsta í hugmyndafræðilegt debatt um stefnu og strauma.  

Í mínum huga er það eitt mikilvægasta hlutverk Reggio samtakana að stuðla að hugmyndafræðilegri umræðu - ég vil ekki já-kór, ég vil fá að takast á um leiðir og hugmyndafræði. Mér finnst engin vanvirðing í því fólgin við aðrar stefnur og strauma. Sem dæmi held ég að það sé ekkert leyndarmál að ég er flokksbundin, mér finnst það ekki setja mér takmörk um að ræða þá hugmyndafræði sem aðrir flokkar setja fram frekar en minn eiginn. Mér finnst það einmitt vera lýðræðisleg skylda mín að taka þátt í slíkri umræðu. Mér finnst það sama um leikskólahugmyndafræði. Það að ég aðhyllist ákveðna lífsýn og leikskólafræðilega heimspeki verður ekki til þess að ég megi ekki ræða innhald annarra stefnu og strauma. Þvert á móti, lífsýn mín kallar á að ég geri það.

Kristín Dýrfjörð, 22.9.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband