Haustlitir bloggsins

bláber

Haustið liggur í loftinu, litir náttúrunnar að breytast, þess vegna ákvað ég líka að breyta blogglitunum mínum, ný mynd í haus og ný litasamsetning. Þetta er eins og að gera góða vorhreingerningu, allt verður einhvernvegin ferskara.

Í tilefni haustsins skrapp ég til tveggja stærstu blómasalanna í gær og fjárfesti í vorlaukum. Er núna að plana samsetningu vorlitanna. Í Garðheimum fékk ég hringlóttar plastgrindur aðra um 12 hina ca. 18 sentímetra í þvermál, í þær raðar maður laukum og setur niður. Fæ í vor upp fallegar skipulagðar laukbreiður, ekki verra að það er líka þægilegt að grafa þetta allt upp í einu þegar sumarblómin eiga að fara niður. Er reyndar líka að spara eggjabakkaformin, nota þau til hins sama.  Og af því að ég er í eðli mínu ekki mjög skipulögð, held ég að þeir laukar sem ekki komast í grindur, lendi hér og þar í beðum. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband