BLÁAR TUNNUR

Á þessu heimili glöddumst við mjög þegar við heyrðum af því að borgin ætlaði að fara að dreifa bláum tunnum fyrir pappír. Ákváðum strax að panta eina slíka og láta fjarlægja eina svarta í leiðinni. Við hringdum og pöntuðum. Fengum þau svör að þetta tæki 3- 4 daga. Rúmri viku seinna var okkur tjáð að tunnurnar kæmu um mánaðarmót ágúst - september. Enn bólar ekkert á bláu tunnunum. Ég vona sannarlega að það sé vegna þess að það sé svona rosalega mikil eftirspurn og að starfsmenn borgarinnar séu að dreifa tunnunum í tugþúsundatali. Ég vona að áróður ýmissa frjálshyggjugaura hafi ekki haft þau áhrif að borgin hafi fengið bakþanka. Ég tel sorphirðu heyra til grundvallaþjónustu sveitarfélaga. Það að flokkun á sorpi sé einfölduð fyrir borgarbúa er hluti af nútímavæðingu og sennilega til sparaðar fyrir alla til lengri tíma. Hluti af ábyrgð samfélagins á endurnýtingu á takmörkuðum auðlindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband