Jafnréttismál og þvottur

Anna Ólafsdóttir gerir grein fyrir rannsókn Andreu Hjálmsdóttur um jafnréttismál á bloggi sínu. Þetta er merk rannsókn og kannski að hún verði til þess að við sem samfélag opnum augun fyrir þeim viðhorfum sem þar birtast. Gerum okkur grein fyrir þeim hættumerkjum sem þarna eru. En þegar ég svaraði Önnu, rifjaði ég upp samtal við son minn þá í 10. bekk.Samtal sem er mér til ævarandi skammar en sínir hversu sterk ákveðin viðhorf eru. Jafnvel hjá fólki sem telur sig vera sæmilega upplýst. Svo finnst mér það líka alveg stórfurðulegt að við séum í reynd enn að skipa málum í kvenna og karlamál.   

   

Samtalið snérist um að drengurinn var að kvarta yfir að þurfa að sjá um allan sinn þvott sjálfur. En þegar synir mínir voru 13 ára og fóru að vera með miklar kröfur um að þetta og hitt yrði að vera hreint þegar þeim hentaði kenndi ég þeim á vélina og sagði þá bera ábyrgð á sínum þvotti eftir það. Nema Sturla var eittvað að kvarta og náttúrulega alhæfir eins og unglinga er siður, segir við mig, "mamma ég eini unglingurinn í skólanum sem þarf að þvo allan þvottinn minn sjálfur" og svo kemur að minni skömm sem kannski skýrir hvað við erum komin stutt á leið - hvað ríkjandi orðræða er sterk, ég svara “Sturla, stelpurnar hljóta að sjá um sinn þvo".

 

Þegar Sturla seinna var kominn í hjólastól og við vorum að ræða hvernig við þyrftum að breyta íbúðinni þannig að hann gæti ferðast sem best um hana. Spyr bróðir hans hvort við þyrftum ekki að setja lyftu til að hann komist í kjallarann. “Nei nei” segi ég við Sturlu, “þú þarf ekkert að komast þangað”. Þá svaraði hann mér, “já en mamma hvernig á ég þá að geta þvegið af mér?”

 Ég velti líka fyrir mér áhrifum af öllum þeim sápum sem unglingar elska og ég líka (sumar), þar sem dregin er upp mynd af eiginkonum brjótandi saman þvott, eiginkonum, sjá um matseld, sjá um innkaup sjá um börn og eiginmennirnir eru á hliðarlínunni algjörir hálfvitar. Sem leika á fullkomnunaráráttu kvenna, sem gera allt til að komast undan þessum verkum, hvaða skilaboð er verið að senda. Þessi tegund sjónvarpsefnis var t.d. ekki jafnáberandi 1992 og hún er í dag. ég er ekki að mæla með að við fjarlægjum þetta efni- heldur kennum krökkunum okkar að lesa þau földu skilaboð sem um ræðir - lesa þær hugmyndir sem þarna birtast. Legg til að valdir þættir af King of Queens eða Evrybody Loves Raymond séu teknir og krufðir í grunnskólanum. En skora annars á ykkur að lesa bloggið hennar Önnu og taka þátt í umræðunni þar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir að vekja athygli á pistlinum mínum Kristín.

En einmitt af því tilefni verð ég að koma því á framfæri að mér brá í brún þegar ég heyrði frétt um rannsókn Andreu Hjálmsdóttur á N4 (hugsanlega kom hún líka í fréttum á Stöð 2, sá þær ekki).

Þar var rætt við Andreu um niðurstöðurnar og síðan við framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu og það var ÞÁ sem mér brá. Framkvæmdastjórinn varaði við því að taka of mikið mark á þessum niðurstöðum því að unglingar væru nú svo gjarnir á að vilja stuða!!!! Þetta fannst mér algjörlega furðuleg viðbrögð frá fagmanneskju í hennar stöðu. Andrea bar saman svör unglinga 1992 og 2006. Fyrir utan það að álykta að unglingar hafi ekki svarað samkvæmt sannfæringu sinni (sem mér finnst skrýtin ályktun og á skjön við það sem rannsakendur sem rannsaka þennan hóp hafa reynslu af) var framkvæmdastjórinn líka að segja að unglingar 2006 væru öðruvísi en unglingar 1992, sem sagt 2006 árgangurinn vill þá frekar stuða heldur en 1992 árgangurinn. Hvurslags lógík er þetta eiginlega hjá sjálfum framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu???  og hvers vegna þetta niðurtal???? þegar fram kemur rannsókn sem ætti að vera verðmæt gögn fyrir Jafnréttisstofu að fá upp í hendur???? Ég er eiginlega bara döpur yfir þessum viðbrögðum   En svo fer maður að reyna að finna skýringar og eina skýringin sem ég get ekki útilokað er  ... að rétt fyrir kosningar verða sum mál viðkvæmari en önnur og þá er erfitt að aðskilja flokk og starf - Æ!!! 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæl mín kæra ég bara dreif í að svara þér með því að blogga um þess frétt, þ.e. sem var á N4, viðtalið sem Björn tók við jafnréttisstýruna. er að finna undir færslunni eru unglingar fifl?

Kristín Dýrfjörð, 6.5.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband