Eru unglingar fífl?

Já ef marka má svör forstýru Jafnréttisstofu þar sem hún byrjaði á að gera lítið úr niðurstöðum rannsókna Andreu Hjálmsdóttur um viðhorf unglinga til jafnréttismála. Jafnréttisstýra varar við að tekið sé mark á svörum unglinganna. VEGNA ÞESS að þeir vilja STUÐA. Þetta kom fram í fréttaviðtali Björns Þorlákssonar, þar sem niðurstöður rannsókna Andreu voru bornar undir hana. Þar með er jafnréttisstýra að gera lítið úr öllum þeim rannsóknum þar sem börn og unglingar taka þátt.

Þar er hún að afgreiða heila fræðigrein sem rugl. Þar er hún að afhjúpa viðhorf til æsku landsins sem hljóta að teljast óþolandi hjá konu í hennar stöðu.

Eru unglingar fífl? Nei þeir eru það ekki. Í unglingarannsóknum hefur margoft verið sýnt fram á að unglingar svara upp til hópa eftir bestu sannfæringu. Þar er tekið tilliti til þess hluta hópsins sem svarar öðruvísi. Skoðað er innra samræmi. Má benda á fjölda fræðimanna hérlendis sem hafa sérhæft sig í rannsóknum með unglingum. Fræðimenn eins og Sigrún Aðalbjarnardóttir, Þoroddur Bjarnason, Jón Torfi Jónasson og fleiri.    

Eftir að barnasáttmáli SÞ var samþykkur 1989 breyttist mjög afstað manna til rannsókna meðal ungra barna. Áherslan er á að þau séu þátttakendur, lögð er áhersla á að fá sjónarmið og skoðanir þeirra fram. Á svör þeirra er lagður fyllsti trúnaður. Í ljósi þessa er í raun alveg með ólíkindum að manneskja í jafnmikilvægri stöðu og framkvæmdarstjóri Jafnréttisstofu er skuli gera lítið úr rannsókn vegna þátttöku unglinga í henni.

 

Mér finnst Jafnréttisstýra skulda unglingum landsins og Andreu afsökun. Mér finnst hún eiga að skoða það sem fram kom í rannsókninni með opin augu. Gera sér grein fyrir því mikla verkefni sem því miður við stöndum enn frammi fyrir. Ekki bara konur heldur þjóðin öll. Að við stöndum því miður frammi fyrir bakslagi í jafnréttismálum. Bakslagi sem við verðum að mæta, en reka ekki hausnum í sandinn.  

Að lokum vísa ég á blogg Önnu Ólafs um rannsókn Andreu og hvet alla til að taka þátt í umræðunni þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fagna því að sjá gagnrýna umræðu um þessi viðbrögð fulltrúa opinberrar stofnunar sem mér, eins og þér, og mörgum öðrum sem ég hef rætt við, finnst ekki hafa brugðist á viðeigandi hátt við þessu framlagi í jafnréttisbaráttuna. Það er líka þarft í þessu sambandi að vekja athygli á þeim fræðimönnum sem stundað hafa rannsóknir þar sem þessi hópur, þ.e. unglingar hafa verið viðfangsefni. Þessi vibrögð eru ekki hvað síst sérkennileg í ljósi þeirra rannsókna.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Verð að viðurkenna að ég fatta þetta ekki alveg þessi viðbrögð.

Kristín Dýrfjörð, 6.5.2007 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband