Þar sem virðing, gleði og sköpun ríkir

Um helgina tók ég þátt í Þjóðfundi um menntamál, í dag heimsótti ég sænskan leikskóla. Um helgina komst fólk að þeirri niðurstöðu að virðing, gleði og sköpun ættu að vera þau gildi sem lögð eru til grundvallar skólastarfi. Í dag heimsótti ég leikskóla þar sem þessi gildi eru kjörorð. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Það má eiginlega segja að skólinn sé mettaður þessum gildum. 

Það var ótrúlegt að skoða 1. árs deildina, efniviður, málning, kubbar allt aðgengilegt börnunum. Engin beisli á barnastólunum, eins árs börnin sitja á lágum breiðum kollum (reyndar gera öll börn það). Smyrja brauðið sitt sjálf og leika í umhverfi sem sumir teldu vera of ögrandi og jafnvel hættulegt fyrir þau. Þarna á eins árs deildinni gekk dagurinn áreynslulaust fyrir sig. Hver deild varð síðan aðeins flóknari, flóknari efniviður, verkefni og kröfur.

Verkefni barnanna fá að standa, kom á byggingasvæði þar sem byggingar standa í nokkra daga og fá að þróast og þróast. Allstaðar ríkti virðing, fyrir barninu og verkum þeirra, en líka möguleikum og getu. Það ríkti gleði, leikgleði og sköpun er kjörorð dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband