Skapandi skólastarf sem byggir á virðingu og þar sem ríkir gleði

Virðing, gleði sköpun.

Laugardaginn 13. febrúar stóð hópur áhugafólks um menntamál að Þjóðfundi um menntamál í húsnæði menntavísindasviðs, Háskóla Íslands. Á fundinn mætti á þriðja hundrað manns til að ræða um menntun barna á aldrinum 2- 16 ára.  Fundarmenn skiptust í tvo meginhópa. Annarsvegar foreldra og hins vegar sérfræðinga um menntamál, grunnskólakennara, leikskólakennara, fræðamenn og fleiri

Fundurinn er afsprengi Þjóðfundar 2009, hann byggir á þeim aðferðum sem þar voru þróaðar en jafnframt voru þau vinnubrögð þróuð til að ná fram samstöðu um aðgerðir. Fólkið sem stóð að Þjóðfundi um menntamál 2010 hafði margt lagt sitt að mörkum við undirbúning og framkvæmd Þjóðfundar 2009.   

Eftir Þjóðfund 2009 var mörgum boltum hent upp í loft,  við sem stóðum að Þjóðfundi um menntamál gripum einn þessara bolta.

Á þjóðfundi um menntamál var byrjað á því að skilgreina þau gildi sem fundargestir telja mikilvægust við menntun barna. Þau gildi sem skoruðu hæst voru Virðing, gleði og sköpun.

Þegar hugmyndir gesta um þemu voru flokkuð komu fram sex þemu, sem ekki eru flokkuð  mikilvægisröð,

Að lokum komu fram yfir 30 beinar tillögur að aðgerðum í menntamálum, aðgerðir sem allar verða birtar á vef Menntafundar nú í vikunni (á menntafundur.ning.com). Tillögurnar verða jafnframt kynntar á  Menntaþingi, menntamálaráðherra þann 5. mars næstkomandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Afar gott og áhugavert mál. Þetta er nákvæmlega það sem vantar í skólastarf, ekki bara á Íslandi, heldur einnig víðar.

Hrannar Baldursson, 15.2.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband