Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Þegar Desmond Tutu og Nelson Mandela koma til landsins

Það er uppi fótur og fit í samfélaginu því frést hefur að mannréttindabaráttumennirnir Nelson Mandela og Desmond Tutu séu á leið til landsins. Forsætisráðherra er nýlega búin að vera í Páfagarði að færa páfa hina nýju íslensku Biblíu. Bók sem er sem er hluti af menningarsögu okkar, bók sem var hluti af því að hér varðveittist tungumál. Siðameistarar þjóðarinnar leita logandi ljósi að veglegri gjöf til handa gestunum, gjöf frá þjóðinni. Loksins koma þeir sér saman um að færa gestunum menningarsögulegt stórvirki sem er þar að auki nýlega endurútgefið eins og Biblían. Bókinni er pakkað í gylltan pappír og mönnunum færð hún með þeim orðum að það sé misskilningur alls heimsins að hún sé rasísk, þetta sé nefnilega menningarsögulegt afrek á Íslandi, afrek eins okkar bestu sona, bók sem vert er að lesa í skólum lands þeirrar og fyrir barnabörnin þeirra. Þetta sé skemmtileg hrakfallasaga sem endi vel eins og einn okkar ástsælasti gagnrýnandi orðaði það svo vel. Forsætisráðherra segir bókina hafa vakið kærar minningar hjá íslenskum lesendum, meðal annars alþingismönnum sem enn og aftur ylji sér við myndir og texta.

 

Það er bein útsending um allan heim frá þessum merkisviðburði. Allir Íslendingar nær og fjær eru límdir við skjáinn bíða stoltir eftir viðbrögðum gestanna. Þeir opna pakkann Desmond Tutu og Nelson Mandela og við blasir hinn einstaklega geðþekka barnabók Tíu litlir negrastrákar.


Kaupmaðurinn á horninu

Fyrir nokkrum mánuðum lenti ég í spurningarkönnun um verslunarhætti mína, aðallega vildi þeir vita hvort ég verslaði frekar hjá Nóatúnsveldinu eða Baugsveldinu. Fæst svör buðu upp á möguleikann Kaupmaðurinn á horninu, litlu búðina á Grundarstíg. En ég get sagt með stolti að þar er minn uppáhaldsverslunarstaður. Þar hitti ég nágranna mína og spjalla um daginn og veginn. Þar er stór hluti viðskiptavina enn í reikning. Þar eru vörurnar merktar með litum hvítum miðum, næstum hver einasta vara. Það má vel vera að kaffið kosti 50 kalli meira en í bónus eða krónunni, en ég er löngu búin að finna sparnaðinn við að versla þarna, ég kaupi nefnilega venjulega bara það sem þarf, en fylli körfuna ekki með alla vega óþarfa sem mér hættir stundum til á hinum stöðunum. En það sem meira er kaffið kostar það sama allan daginn og líka á morgun og starfsfólkinu heilsar maður á götu. Og svo labba ég út í bakarí á horninu, skrepp gjarnan eftir grænmeti í Yggdrasil á þar næsta horni og svo er líka fiskibúð og ostabúð hér á næstu grösum. 

Gamli kennarinn minn hann Gunnar Dal vildi ómögulega á stöð 2 í kvöld tala illa um manninn sem færir honum 50 fríar máltíðir á ári. Vildi ekki saga greinina sem hann segist hafa komið sér þægilega fyrir á. Ég skil það vel. En væntanlega er maðurinn ekki rækta tré af góðvild einni saman, væntanlega er hann í bísnes. Kannski er óþarfi að vera með ofmiklar áhyggjur af greininni. Sennilega er þetta eins og með dropann í baðkarinu, það er hægt að skipta honum endalaust þannig að hann rennur "aldrei" allur niður. Held að það sama eigi við um viðskiptahætti í framtíðinni. Held að gamla einokunin og milliliðirnir séu úr sögunni. En við neytendur erum dropinn sem endalaust er hægt að mjólka, það vita kaupmenn með viðskiptavit.


mbl.is Segir blekkingum beitt þegar verðkannanir eru gerðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiddi fjórar, sagði hann

Kom áðan frá Akureyri með flugi, tók leigubíl á flugvöllinn. Þar var rjúpnaskytta á ferð. Við ræddum aðeins um veðrið, blámann í loftinu yfir Kaldbak, sem er víst ávísun á sunnanátt. Ég hafði verið svolítið áhyggjufull yfir veðrinu, stormviðvörun í gangi, hélt kannski að flugið yrði fellt niður. Rjúpnaskyttan sagði mér að það hafi verið farið að fjúka aðeins upp í Vaðlaheiðinni hann var þar á skytteríi áður en hann mætti á vaktina. "sástu rjúpur?" spurði ég. "Já tólf" sagði ann og ég veiddi fjórar. Átti reyndar að ná alla vega sex, fór ekki alveg rétt í þetta". Mér fannst ríflega 30% gott en ég er borða heldur aldrei rjúpur. Mínar minningar eru af þeim hangandi á snúrustaurum á bak við annað hvert hús á Króknum þegar ég var krakki. Man reyndar ekki mikið eftir að skytturnar týndust þá. En kannski gerðu þær það samt.
mbl.is Björgunarsveitir kallaðar út vegna rjúpnaskyttna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir tollarar landsins á vak um helgina vegna væntanlegra afmælisgesta

Allir tollarar eru á vakt á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna þeirra fréttar að hingað séu væntanleg allskyns illyrmi frá útlöndum. En eftir að hafa horft á annan fréttatíma fyrr í sumar þar sem talsmaður(kona) flugmálayfirvalda sagði í umfjöllun um aukna einkaþotuumferð "eðlilegt" að vera með minniháttar gæslu á Reykjarvíkurflugvelli, þau nefnilega treysta flugstjórum fyrir sínum farþegum, þá bara skil ég ekki hvers vegna vel rík samtök eins og vítisenglarnir leigja sér ekki bara þotu og senda tollurunum í Keflavík langt nef?

Reyndar fannst mér merkileg frétt um hversu margar einkavélar eru að lenda hér á sólarhring. Og í ljósi þess enn alvarlegra að ekki er uppi fullt eftirlit, vopnaleit og alles við komuna hingað. Mér fannst heimsmynd og traust talskonu flugmálayfirvalda full sakleysislegt fyrir minn snúð.


mbl.is Lögreglan lagði hald á vopn í félagsheimili Fáfnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband