Saga rafmagnsins

Í húsinu mínu er sögu rafmagnsins á Íslandi að finna. Hér eru leiðslur (sumar eru nú reyndar draugaleiðslur) frá hinum ýmsu tímum. Þær eru lagðar í járnrör, plaströr, utan á. þær eru úr taui, hér eru leiðslur sem eru soðnar og snikkaðar. Hér eru, staðlaðar evrópskar innstungur, ítalskar og amerískar. Hér er termóstat frá tímum olíufýringar (við rifum í síðustu viku út skorstein sem tengdur var kolanotkun - en hér má líka finna gamla kolalúgu).

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að ég ætti að taka myndir af herlegheitunum og birta fyrir áhugafólk um sögu rafmagnsins. Kannski að ég skelli mér í myndaferð í dagsbirtunni á morgun. Sjálf er ég vel tengd rafmagninu en afi minn Kristján Dýrfjörð (f.1891) fór ungur maður til Noregs og lærði rafvirkjun. Einhvertíma eftir heimkomuna fer hann til Siglufjarðar og starfar þar sem rafvirki við síldarverksmiðjunnar. Þar kynnist hann ömmu minni Þorfinnu. Pabbi minn Birgir er rafvirki og þegar ég var lítil var ég alvarlega að hugsa um að feta í fótspor hans. Enda hefur rafmangsfræðin alltaf heillað.  Ekki gerði ég það nú. Endaði í töluvert öðruvísi starfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband