Enn að grufla í tölum Hagstofunnar

Ég er í þeirri deild sem get algjörlega gleymt mér í tölum, sérstaklega ef þær tengjast áhugamálum mínum. Þess vegna finnst mér vefur Hagstofunnar alveg frábær. En þrátt fyrir mikla ánægju af úrvinnslu talna af vef þeirra ætla ég að segja umfjöllun um tölfræði leikskólans lokið hér á blogginu mínu í bili. Ég þarf víst að fara að snúa mér að öðrum og þarfari verkum. Svona eins og að hitta fulltrúa á annan tug leikskóla á morgun til að funda um verkefni.

Síðasta myndin sem ég hendi hér inn er unnin út frá annarsvegar tölum um barngildi og hinsvegar fjölda starfandi leikskólakennara. Sem fyrr er inn í þeim tölum öll stjórnun sem ætti auðvitað að draga frá en ég sleppi því í þetta sinn. Fyrir þá sem ekki þekkja barngildin þá eru þau leið til að stýra starfsmannamagni með tilliti til aldurs barna.

Þannig er 5 ára barn ígildi 0,8 barngildis, hver leikskólakennari (eða starfsmaður) má vera með 8 barngildi. Því eru 20 5 ára börn í hóp með tveimur starfsmönnum. Ef litið er á yngstu börnin þá eru þau 2 barngildi hvert, og því má hver starfsmaður vera með 4 ársgömul börn. Ef 12 árs gömul börn eru saman á deild þarf 3 starfsmenn. (Ekki er tekið tilliti til lengri vistunartíma, opnunartíma eða kaffitíma).    

 

tafla leikskóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki alveg að fatta myndina eða samhengi hennar við textann.

Fyir hvað stendur Fj. fyrir framan Reykjavík? Og hvað táknar þetta 66%?

Kv. Hörður

Hörður (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Soorrrryyyy, bláa súlan stendur fyrir fjölda leikskólakennara (ekki stöðugildi) sem störfuðu 1. des hvert ár í leikskólum í Reykjavík (bæði sveitarfélagsreknum og ´"einka"), 66% er þegar ég deili heildar í barngildi í borginni með 8 og fæ þannig út hvað margir leikskólakennarar eiga að starfa með börnum og margfalda það með 0,66 þannig fæ ég út hversu margir leikskólakennarar ættu að starfa samkvæmt nýju lögunum (2/3). Sama er gert fyrir Kragann. 

Myndin sýnir hvað Kraginn er miklu nær því að uppfylla lögin en t.d. Reykjavík. (Held reyndar að ástandið í Kraganum sé líka misjafnt en þær tölur eru ekki aðgengilegar á netinu).

Eins og sagði líka hér að ofan er ekki búið að taka út úr þessum tölum stjórnendur, verkefnastjóra, stuðning og annað sem sannarlega vinna inn í leikskólum en eru ekki hluti af grunnmönnun á deild.  Þess vegna ættu rauntölusúlurnar í raun að vera lægri en hér er gefið til kynna.

Kristín Dýrfjörð, 17.9.2008 kl. 21:58

3 identicon

Þakka þér fyrir Kristín það er fengur að þessari skoðun þinni.

En á þetta ekki að vera svona?: ...þannig fæ ég út hversu margir leikskólakennarar ættu a.m.k. að starfa samkvæmt nýju lögunum...

Hörður (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:33

4 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Jú að lágmarki, ekki satt? takk fyrir áminninguna. Ég á það til að vera fljótfær eins og stéttin víst veit.

Okkar ágæti Paulo Freire sagði eitthvað á þá leið að til að geta tekist á við vandamálið verði maður fyrst að viðurkenna það, svo skilgreina og skoða, og svo að endurskoða eða móta, gera eitthvað nýtt úr því. Ég starfaði lengi hjá borginni og þeir sem þekkja mig vita að ég er "borgarleikskólakennari" alveg inn að beini. Og ég finn að mér stendur alls ekki sama um þær tölur sem ég sé. Mér finnst það verulega slæmt að reykvísk æska beri skarðari hlut frá borði en önnur börn. Þess vegna held ég að það sé lífsnauðsynlegt að skoða hvað hin sveitarfélögin hafa verið að gera sem borgin hefur ekki gert til að halda í og ná til sín nýju fólki. Tölurnar sína að þetta er kerfisvandamál. Og vel að merkja þetta er ekki nýtt vandamál, ekki vandmál þessa meirihluta sérstaklega. 

Ég var reyndar í heimsókn í leikskóla í Hafnarfirði í dag þar sem við ræddum þetta og þær höfðu ýmsar skýringar, bæði hvað varðar stuðning við menntun og TV einingar, yfirvinnu og fleira.

Kristín Dýrfjörð, 18.9.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband