19.7.2008 | 22:28
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Hvað er betra á góðum degi en að verja honum með fjölskyldunni. Það er nokkuð langt síðan ég fór síðast í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Í dag fórum við þangað. Garðurinn er staður margra tækifæra. Tækifæra til þess að prófa nýja hluti, tækifæra til að vera saman með fjölskyldunni, tækifæra fyrir börn að hitta önnur börn, nálgast þau og tala við þau.
Allt þetta fékk Sturlubarnið að prófa í dag. Hann sá og snerti dýr sem hann vissi ekki einu sinni að væru til, hann fékk að skríða um og rannsaka umhverfið, hann fékk að fara í hringekju og í litlu lestina. Með honum var frækna hans hún Diljá og líka Guðmundur Páll vinur minn. En myndir segja meira en mög orð og læt ég nokkrar fylgja með.
Eitt samt. Það væri í lagi að hafa tækin í betra lagi, litlu bílarnir voru rafmagnslausir, allar gröfur rafmagnslausar og allt of fári bátar á vatninu. Sá allavega tvo liggja óvirka á bakkanum. Svo fékk ég tækifæri til að líta í vísindatjaldið, þar er margt skemmtilegt og vel útfært.
og hér má sjá Sturlubarnið alveg búinn á því eftir langan og skemmtilegan dag með mömmu, pabba, Svavari afa, Pöllu ömmu, Hinna frænda, Hörpu og uppáhaldsfrænkunni henni Diljá, og svo auðvitað Guðmundi Páli og ömmu Kristínu. Lilló afi var að vinna og missti af öllu saman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:25 | Facebook
Athugasemdir
Þær eru yndislegar myndirnar af barninu, en sérstaklega þó röramyndirnar. Það er merkilegt hvað svona röramyndir gefa skemmtilegt rými í mynd.
Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 08:36
Þarna sjáiði. Fólk að skemmta sér út um allan bæ meðan ég þræla og púla. Iss.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.7.2008 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.