Sturlubarnið elskar ís alveg frá fyrsta smakki

ís í fyrsta sinnmeirasvo er bara skellt upp í mann snuði

Í gær 11. júní hefði tengdapabbi minn orðið 88 ára. Hann var annálaður "barnaspillir", ef eitthvað var hægt að láta eftir börnum þá var hann fyrstur manna til. Þegar við ung komum í heimsókn með Trausta til afa, sá Trausti okkur ekki. Armur afa var stór og traustur og þar vildi vor litli maður halda til. Afi reyndi líka að lauma í hann sælgæti gegn vanmáttugum andmælum okkar. En þó ég segi sjálf frá var reyndar varla til fallegra samband en milli Trausta og afa. Samband sem hélst alveg fram til andláts afa.

Í góða veðrinu í dag fórum við í gönguferð afi og amma með Sturlubarn, leiðin lá m.a. á Ingólfstorg þar sem fjárfest var í ís. Í tilefni afmæli langafa ákvað afi að gefa Sturlubarninu að smakka ís í fyrsta sinn. Hann varð nú soldið móðgaður að fá ekki að borða eins og hann lysti. Það er ljóst að Sturlubarnið er forfallinn ísisti frá upphafi.

Við ákváðum að skjalfesta "glæpinn" með myndatöku sem foreldrunum var sýnd við fyrsta tækifæri. Svo lofum við að miklu hófi í allri spillingu. En við erum líka viss um að ef langafi er einhverstaðar að fylgjast með hefur afmælisgjöfin glatt hann mikið.

gaman í bænumderhúfasólgleraugu

skríðaspekingslegurja hérna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband