Ég játa á mig eina af dauðasyndunum - afbrýðisemi

Síðust vikur hef ég verið svolítið abbó, í Þingholtsstræti eru nefnilega nokkrir garðar öðrum görðum flottari og í einum þeirra þar eru kirsuberjatré í blóma. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að á Íslandi ættu eftir að snjóa bleikum og hvítum blómum kirsuberjatrésins. Ekki ég.

Í mínum huga tengist blómadrífa kirsuberjatrjánna minni fyrstu útlandaferð þegar ég var 15 og fór ein til Köpen að vinna sumarlangt sem pige i huset paa kost og logi. Minningin þegar keyrt var frá Kastrup til Hellerup var einmitt í gegn um kirsuberjatrjágögn. Síðan hef ég verið veik.

Síðastliðin vor hef ég gert mér ferð að skoða tréð dásamlega í Þingholtsstræti (reyndar er sá garður allur með fallegri görðum bæjarins og hreint augnayndi allt árið). Ég finn hvað ég verð glöð bara að horfa á tréð.

Í kvöld hringdi Snorri á efstu hæðinni frá Hveragerði, Lilló svaraði. "Má ég tala við Kristínu" spurði hann og þegar ég mætti í símann sagði hann "Kristín, kirsuberjatrén eru ótrúlega falleg á ég ekki að kaupa eitt í garðinn? Við getum haft það fyrstu árin á pallinum." "Júbb" sagði ég og nú eigum við eitt svoleiðis á pallinum. Tréð kom "heim" með hauspoka, svo það rati aldrei aftur á gróðastöðina og festi rætur hjá ykkur segir Snorri að þau á gróðastöðinni hafi sagt. En elsku Lilló sem sér samviskulega um að slá blettinn með okkar gömlu hnífasláttuvél skyldi ekkert í af hverju Snorri gat ekki rætt þetta við hann. Ég skyldu það.

Nú get ég hætt að vera abbó í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju og velkominn í hópinn Kristín, næst eru það eplatré þau blómstra dásamlega og svo gullregnið og svo... og svo...

Hörður (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Þú verður að athuga Hörður að vandamál okkar hér í Miðstræti er hvað garðurinn er lítill og ber takmarkað af trjám sem einn dag verða risastór eins og fallegustu reynitrén í bænum (í garðinum mínum), ætli ég endi ekki með að kaupa af foreldrunum óðalssetrið og þá 1300 fermetra af garði sem því fylgja gullregn og bóndarósir innifalið. Verst að mér finnst þau búa í ytri kant byggðar (Sjálfri Blesugrófinni). Miðbærinn hefur náð á mér of sterkum tökum.

Kristín Dýrfjörð, 19.5.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Eftir nokkur á verður borgin full af kirsuberjatrjám því þau virðast þrífast bara vel hér. Mitt er búið að gleðja mig mjög

Hólmdís Hjartardóttir, 19.5.2008 kl. 09:05

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér á Sóleyjargötu er vorið komið, já jafnvel snemmsumarið líka me ð tilheyrandi Túlipönum, brumlykt og öðru svona næs.

Allt austar en Langahlíð er nánast utan byggðar í mínum huga.

Nú hin síðari ár, hef ég litði á Kringlumýrarbraut, sem hið ytra hringskeið og álít allt þar fyrir utan, sem ,,þarna úti" og fólk sem þaðan kemur, sem umrenninga og flökkukindur, utan af landi.

Miðbæjaríhaldið

lifir í skemmtilegum draumaheimum.

Hvað varrðar lífsrými.

Bjarni Kjartansson, 19.5.2008 kl. 10:16

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ASvo eru það Höfuðsyndirnar sjö

EKKI Dauðasyndirnar, það er ameríska deadly sins.

Vanda okkar málfar og hið ástkæra ylhýra

Bjarni Kjartansson, 19.5.2008 kl. 15:52

6 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Svona verður maður samdauna ameríkkunni. Og hún yfirtekur hugsanir manns á lymskulegan hátt. Skal hér eftir muna að þetta er höfuðsynd en ekki dauðasynd. **)

Kristín Dýrfjörð, 19.5.2008 kl. 15:58

7 identicon

og Magnólíurnar þau tré þurfa að koma til íslands líka.. svo falleg og yndisleg

jóna björg (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband