Valhöll sló Spaugstofunni við í handritagerð

Spaugstofan hefði ekki getað skipulagt atburðinn í Valhöll betur. Handritið var eins og skrifað af spaugara af guðs náð. Reyndar held ég að Síminn ætti að hugleiða að semja við Valhallarfólk um höfundarrétt fyrir næstu stóru auglýsingu.

Sjáið þetta fyrir ykkur, ljósvakafólki fyrst hleypt inn. Ljósmyndarar ryðjast inn og smella af í gríð og elg eru svo reknir öfugir út. Skellt á nefið á prentmiðlafólki og það ekki einu sinni með útvarp eða sjónvarp til að sjá og heyra það sem fer fram fyrir innan dyrnar. Örvæntingafullir blaðamenn hringjandi á ritstjórnir og símum haldið að hátölurum sjónvarpanna svo þeir heyri það sem fer fram undir málverkinu af Bjarna Ben. 

Starfsmaður Símans birtist á staðnum og heldur að þeim þriðju kynslóðinni þar sem hægt er að horfa á sjónvarpið og segir, "sjáið, við erum hér" Feginssvipur færist yfir andlit blaðamannanna. 

Já, Spaugstofan hefði ekki getað skipulagt þetta betur.   


mbl.is „Óánægja blaðamanna skiljanleg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha góður þessi

Svava Björg Mörk (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband