Játningar mínar og fordómar

 

kirkja

Akureyrarkirkja

Ég er að hugsa um að játa á mig mikla fordóma og í leiðinni skella fram einum gildisdómi (sem ekki er hægt að sakfella mig fyrir).  Eftir að hafa hlustað á fólk í fréttum tala um kristna siðgæðið eins og það sé heimsins einasta siðgæði alla vega réttasta siðgæðið og fara í huganum yfir umræðuna sem var um 10 litla negrastráka, og það að einhverjir vogi sér að telja bókina meiðandi, hvað þá að hún ýti undir rasískar tilhneigingar, þá held ég að þetta sé sama fólkið upp til hópa. Fólkið sem hópaðist í bókabúðir til að kaupa þessa dæmalaust fallegu og saklausu barnabók til að lesa með börnum sínum og barnabörnum um jólin. Fólkið sem segir; "ég fór með bænir og það hefur nú ekki skaðað mig" og sem segir "þetta er nú bók sem var lesin fyrir mig og ég er ekki fordómafullur".

Ég veit ekki hvað þetta er í þjóðarsálinni en ég játa að hvað sem það er þá pirrar það mig. Ég játa á mig mikla fordóma. Ég játa lítið umburðarlyndi.     

Svo hugsa ég ef þetta væri sjónvarpsfréttir frá miðausturlöndum og umræðan væri um Kóraninn, þá myndi sami hópur fordæma slíka ofsatrú og jafnvel kalla hana öfgatrú. En hjá okkur heitir það menning og það að varðveita menningararfinn. Er allur arfur þess virði að halda í hann? 

 Ps. Ég er í þjóðkirkjunni.

ps.ps. Á laugardegi, held ekki að fólk upp til hópa hafi borið skaða af bænum eða bókinni, finnst þetta hinsvegar vera rökleysa í umræðu. En því miður þetta eru rök sem ég heyri gjarnan til stuðnings meðal annars sunnudagaskólastarfi inn í leikskólum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband