Loksins sýna Eyjamenn manndóm og losa sig við Árna sem kynni

Loksins sýndu Eyjamenn þann manndóm að losa sig við Árna Johnsen sem kynni á þjóðhátíð og bera við zero tolerance gagnvart ofbeldi. Gott hjá þeim. Skal alveg viðurkenna að ég hef enn ekki fyrirgefið þjóðhátíðarnefnd að hafa látið Árna minnast þeirra sem létust eftir flugslysið í Skerjafirði þann 7. ágúst 2000, árið eftir. Finnst þeir reyndar enn skulda mér afsökunarbeiðni. Fannst það fyrir neðan allar hellur að Árni þáverandi flugráðsmaður, Árni sem hafði í útvarpsviðtali látið falla miður falleg orð um ýmsa aðstandendur ætti að minnast þeirra sem létust og votta þeim virðingu. En loksins kom að því að Eyjamenn sýndu að þeir hafa til að bera sjálfsvirðingu og veittu Árna reisupassann.

Við erum að renna inn í þá helgi sem ég kvíði allt árið. Ég bið alla að fara varlega. Ég vona að allir skili sér heilir heim. Fórnarkostnaður okkar er þegar orðin of mikill.         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég var þarna árið  2000 þusund... náungi sem ég kannast við  átti að fara með flugvélinni sem fórst.. Þetta var sorglegt slys . . enn  Árni er bara breiskur og það er ekki annað hægt en að fyrirgefa honum..

Brynjar Jóhannsson, 1.8.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Sæll, það er eitt að fyrirgefa (fyrir þá sem standa honum nærri) annað er að hylla. Þú verður að fyrirgefa, ég get ekki hyllt Árna og gat það heldur ekki þá. Þetta var fyrir tíma Þjóðleikshúsmálsins, en hann vann gegn rannsókn á slysinu í flugráði og hann lét falla um okkur orð í útvarpsþætti. Nóg til þess að þessi maður átti ekki að minnast þeirra sem létust.  

Kristín Dýrfjörð, 1.8.2007 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband