Eina skýringin - Íslendingar svona duglegir að kaupa

Getur það verið að Íslendingar séu svona góðir með sig að þeir bara kaupi ársmiða í hrönnum? Tryggja sig á þá leiki sem þeir hafa áhuga á og deilda svo miðanum á milli nokkurra. Sé fyrir mér nokkra hópa taka sig saman, svona eins og sumir eiga saman sumarhús á Spáni eða í Flórída. Verst að það var í fréttum að fermetraverð í London hefur hækkað upp úr öllu valdi, annar hefði verið hægt að bæta eins og einni vel staðsettri íbúð við kaupin.  

Nema þetta séu leyndir áhagendur Garðars Thors sem vilja tryggja sér að hlusta á kappann?

 

22.46 ps. Eftir að hafa rætt þetta við soninn yfir Brasilíu - Argentínu leiknum, fullyrðir hann að þetta sé traustsyfirlýsing stuðningsmanna um að þeir telji fjármál West Ham komin á grænan sjó.

 


mbl.is Metsala á ársmiðum hjá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Þetta er bull og rugl. West Ham verður í fyrstu deildinni og Sheffield United fer upp. Við erum búnir að áfrýja!!!!

svarta, 16.7.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Skil ekkert í þessu

Valgerður Halldórsdóttir, 17.7.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband