Sólahringsstofnanir

Í mörg ár velti ég fyrir mér hvenćr málefni vist- og barnaheimila á Íslandi yrđu ađ opinberu viđfangsefni. Sumt vissi ég, t.d. um nokkur ţeirra “heimila” sem rekin voru. Sumt fann ég út eins og ţjóđin og ţví miđur kom ekki allt á óvart. Kannski vegna ţess ađ slíkar sögur hafa komiđ frá öđrum löndum og viđ höfum ţví miđur ekki skoriđ okkur úr varđandi ađra slćma ţćtti og samfélagsmein.

  

Hluta af áhuga mínum má rekja til ţess ađ tveir leikskólar sem ég starfađi í höfđu áđur veriđ sólarhringstofnanir fyrir börn. Annarsvegar leikskólinn Hlíđarendi sem var starfrćktur sem sólahringsheimili til 1963 og svo Ásborg sem var starfrćktur frá 1963 – 1978 sem sólahringsstofnun, ţá ţekkt undir heitinu Thorvaldsen. Stundum upplifđi ég sem leikskólastjóri fólk koma inn af götunni til ađ leita upplýsinga um sig. Af hverju var ég hér? Veistu ţađ? Veistu hvar ég finn gögn um mig? Voru algengar spurningar. Á báđum leikskólum voru ummerki eftir fyrri starfsemi. ţar voru t.d. gluggar inn í herbergi af göngum, sérstök nćturljós, barnarúm sem höfđu tilheyrt Thorvaldsen. Ţađ sem mér ţótti e.t.v. merkilegast voru samt skírnarskál og kertastjaki úr silfurpletti, útsaumađur dúkur undir skálina og lítil vasaklútur sem var notađur til ađ ţerra skírnarvatn.

  

Ţegar ég var leikskólastjóri í Ásborg (1988-1997) tók ég saman í nokkrum orđum sögu leikskólans. Ég ákvađ ađ láta ţau orđ fylgja međ ţessu bloggi.

 

Ţetta var svo langt á blogginu sjálfu og ség náđi kki ađ láta ţađ líta sćmilega út svo ég ákvađ ađ skella söguni í skrá sem má finna hér 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Minnir ad Jon Torfi hafi einhverntiman sagt ad solarhringsstofnanir fyrir born vaeri framtidin a Islandi.

svarta, 12.7.2007 kl. 19:09

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörđ

Já held ţađ geti veriđ alveg rétt hjá honum, í Danaveldi er einkaleikskóli sem ´sér um innkaup og ađ fara međ og sćkja í fathreinsun fyrir foreldra- í Noregi er einn sem tekur börnin yfir nótt - svona ef foreldrarnir vilja hugga sig saman. Svo kannski endar ţetta eins og líst var í hinum Ísraelsku kibutzum ţar sem börnin voru hjá foreldrum á frídögum og hvort ţau borđuđu ekki međ foreldrum á kvöldin, annars vorum börnin alin upp á barnaheimilum. Slík held ég đa sé líka framtíđ okkar barna.

Er annars ađ lesa á dönsku Börn í Öst og Vest eftir Urie Bronfenbrenner, ţar sem hann fjallar um ćsku og ađstćđur barna í gömlu Sovét og Bandaríkjunum. Margar skemmtilegar og áhugaverđar lýsingar og pćlingar sem eiga ágćtlega erindi viđ okkur í dag. Hann til dćmis hefur áhyggjur ađ tveimur meginţáttum í hinni amerísku ţjóđarsál, einstaklingshyggju og ýgni en telur samtímis ađ samstađa, nćrgćtni og umhyggja fyrir náunganum séu líka hluti af ţjóđareinkennum - spurning hvađ verđi ofan á (ţetta var um 1970).  

Kristín Dýrfjörđ, 13.7.2007 kl. 01:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband