Barnafólk

Jafnvel ráðherrar eiga rétt á að fara í foreldraorlof. Þeir eiga líka að eiga siðferðilegan rétt til að félagar þeirra sinni störfum þeirra á meðan og að þeir geti tekið við störfum sínum að loknu orlofi. Oddný vissi vel að hverju hún gekk, hún sinnti starfi sínu af stakri prýði eins og hennar er von og vísa. Ég veit að margir töldu að Guðbjartur og Katrín ættu að hafa stólaskipti. Held hinsvegar að nokkuð djúp pólitík liggi að baki þessari skipan.


mbl.is Ekki full sátt um ráðherraskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það skiptir litlu, að þjóðin telur að ráðherrar Samfylkingarinnar hafi staðið sig illa. Í fljótu bragði ekki eftir neinu sem þessi Oddný gerði af nokkru viti í sinni ráðherratíð. Hennar verður minnst sem ráðherrans sem vildi hækka virðisauka á gistingu úr 7% í 25,5%, fyrir þau afglöp er hún af öllum líkindum sett af, réttilega. Katrín Júlíusdóttir er þó í það minnsta skynsöm og vel meinandi. Það sem Katrín hefur á móti sér að hún er jafnaðarmaður, sem er orðið fátítt í Samfylkinguni.

Sigurður Þorsteinsson, 25.8.2012 kl. 17:19

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, vel á minnst það hefði orðið dálítið spaugilegt ef samþykkt hefði verið að Katrín yrði ekki ráðherra aftur, eftir fæðingarorlof. Það hefði getað kallað á  áhugavert dómsmál.

Sigurður Þorsteinsson, 25.8.2012 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband