Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ljósmyndaáhugi Sturlubarnsins

Ég var víst búin að gleyma því að ég var ráðin sem sérstakur upplýsingafulltrúi Sturlubarnsins, foreldrarnir gerðu það að mér óspurðri. Tilkynntu mér að vegna eigin leti hefðu þau afráðið að mér bæri mér að sjá um að halda uppi fréttum af honum fyrir...

Framtíðarspá Naisbitt frá 1984 (Megatrends)

Við erum að drukkna í bókum. Ég er í skýjaveðrinu að reyna að koma skikki á fagbókasafn mitt sem hefur verið á fjórum stöðum í íbúðinni og á skrifstofunni minni fyrir norðan. Ekki nóg með það heldur er ég óforbetranlegur pappírssafnari og á ýmsa pappíra...

Vöfflujárn sem hagar sér eins og hrukkuhrædd manneskja

Það rignir og rignir regnhlífarnar á og ég brosi. Ég var farin að finna innilega til með gróðrinum. Horfði á sölnað gras með sorg í hjarta. Nú skil ég Ameríkanana sem teppaleggja garðana hjá sér á þurrkasvæðum. Vatnið of dýrmætt til þess eins að vökva...

Undur og stórmerki

Í nokkra mánuði er Lilló búinn að reyna að fá ýmsa pípara til að líta á ókláraða baðherbergið í kjallaranum. "Já, já" segja þeir allir, "kem og lít á þetta fljótlega". Og svo ekki söguna meir. Í dag sit ég í sakleysi mínu úti á palli (fólk er svo...

Sitthvað að dedúa og kláraði pallinn

Ég hef varla komið inn fyrir dyr undafarna daga. Verið í garðinum að dedúa. Nú er hesthúspallurinn tilbúinn til notkunar og við öll í húsinu held ég bara nokkuð ánægð með árangurinn. Ég skrapp í IKEA og keypti tréflísarnar eftir að hafa rætt við Líney á...

Hjónavígsla af fornum sið

Brúðhjónin Palli og Liv með allsherjargoða Við hjónavígslu Allsherjargoði helgar staðinn

Brúðkaup í dag

Í dag ætlar vinafólk okkar að gifta sig að heiðnum sið. Lilló er búinn að vera upptekinn við ræðuskrif og gítaræfingar, ég hef hinsvegar aðallega verið að hugsa um lausnir varðandi hesthúspallinn í garðinum. Ég komst að niðurstöðu sem flestir í húsinu er...

Sturlubarnið í fyrsta skiptið í leikskóla - kom eins og vera ber skítugur heim

Síðustu daga hefur Sturlubarnið verið hjá okkur á daginn og það haft áhrif á dagskrá heimilisins. Við fórum með hann í gær í fyrsta sinn í leikskóla, ekki hans eigin heldur frænku hans, hennar Diljá. Hún er á Njálsborg og þar var haldin sumarhátíð. Diljá...

Með köttinn í göngutúr

Skrifstofan mín er á neðri hæð hússins, en þar sé ég ekki út sem mér finnst alveg ferlegt. Vegna þessa vinn ég alltaf á efri hæðinni, sit við borðstofuborðið og á í fjarsambandi við mannlífið í götunni. Mér er þetta fjarsamband alveg nauðsynlegt, nógu...

Sturlubarnið verður örugglega KRingur

Þessa vikuna er Sturlubarnið hjá afa og ömmu á daginn. Þar sem hann er farinn að standa upp og ganga með öllu sem hann getur, tókum við á það ráð að útbúa eina hillu með dótinu hans. Hillu sem er í hans hæð og hann þarf að hafa aðeins fyrir að nálgast....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband