6.7.2007 | 02:57
-- JANUSZ KORCZAK --
Í heimi uppeldisfræðinnar eru nokkrir risar og risessur, fólk sem hefur lagt meira af mörkum til viðhorfa okkar til barna en aðrir. Einn þessara risa er pólski, gyðingurinn, læknirinn, rithöfundurinn og mannvinurinn Janusz Korczak(1879 -1942). En hann lagði einna fyrstur fram hugmyndir um sjálfstæðan rétt barna.
Á árunum fyrir seinna stríð og á stríðsárunum rak hann munaðarleysingarheimili í Varsjá, og hann lét lífið í gasklefum Treblinka ásamt börnum sínum. Korczak hafi fengið fjölda tilboða um hjálp til að komast undan nasistum en neitaði staðfastlega, sagðist fylgja börnunum alla leið.
Korczak stofnaði munaðarleysingjaheimili sem hann nefndi lýðveldi barnanna þetta átti að vera réttlátt samfélag, þar sem börnin áttu að vera með sitt eigið þing, dagblað, og rétt með kviðdómi. Þar sem börn voru börn án tilliti til trúarbragða, því öll börn hlæja, gráta og hræðast það sama. Börnin áttu að læra að ber umhyggju fyrir hvert öðru og þau áttu að læra sanngirni, áttu að læra að ber ábyrgð á öðrum á þann hátt að það fylgdi þeim til fullorðinsára. Hann var ekki upptekinn af því að kenna börnum stafrófið, heldur það sem honum fannst mikilvægara, málfræði siðfræðinnar.
Hann vildi að fullorðnir kæmu fram við börn af virðingu og sanngirni. Í yfirlýsingu hans um réttindi barna stóð að hvert barn ætti rétt á að:
vera elskað
vera virt
hafa áhrif á eigin uppvöxt og þroska
vera tekið alvarlega
vera ekki barn morgundagsins heldur barn samtímans
fá leyfi til að verða og þroskast eins og því er ætlað
við lærum öll að í óþekktu manneskjunni sem býr innra með hverju barni,
felst von framtíðarinnar
Hornsteinn uppeldistarfsins var rétturinn og kviðdómurinn, vegna þess að þannig lærðu börnin að jafnvel í óréttlátri veröld er að finna réttlæti.
Gestapó sótti Janusz Korczak þann 6. ágúst 1942, hann gekk í farabroddi barnahópsins að lestinni sem færði þau til Treblikna, tvö yngstu börnin leiddi hann sér við hlið og hin 190 ásamt 10 manna starfsliði fylgdi fast á eftir, á lofti héldu þau fána barnalýðveldisins. Grænn öðrum megin, Davíðstjarna hinumegin.
Barnaár Sameinuðu þjóðanna 1970 1980 var tileinkað og nefnt eftir Janusz Korczak, eftir hann liggja mikil skrif um málefni barna - þar sem uppeldisfræði hans birtist. Uppeldisfræði byggð á trú á getu og hæfileika barna, uppeldisfræði byggð á ást og virðingu.
Síðasta ritverk Janusz Korczak var Dagbók úr gettói - sem á ótrúlegan hátt lýsir lífinu á munaðarleysingjaheimilinu síðustu 3 mánuðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:34 | Facebook
Athugasemdir
Hef verið hræðilegur uppalandi í dag. Við mæðgur sofnuðum í sófanum yfir einhverri bíómynd í gærkvöldi (barnfóstran og litli maðurinn eru farin heim til Íslands) og við sváfum þar til 6 í morgun. Báðar geðvondar og fúlar. Svo var ég að þvo þvott og þá komst ég að því að sú stutta hafði hellt máningu í glænýja jogging-gallan, brúna fína pilsið sitt, spari peysuna sína og sumarkjólinn sinn. Ég var reið. Hún skammaðist sín. Vildi að ég hefði ekki skammað hana Hún er bara 7 ára. Hvað hefði Janusz sagt við þessu? Og hvernig nær maður svona andsk. málningu úr?
svarta, 7.7.2007 kl. 18:07
Elsku það eiga allir slæma daga, bæði börn og foreldrar. Veit að þetta er svekkjandi með gallann en þegar upp er staðið skiptir hann samt engu máli, prufaðu að setja fariy uppþvottalög eða einhvern jafngóðan - og svo er til vansih bæði fyrir hvít og blandað og það er satt sem segir auglýsingunni - he works a wonder, svo er bara að fara fyrr í rúmið á eftir mín kæra.
Ég fór aftur og keypti nauðsynlegt millistykki á milli garðaslöngu og eldhúsvaks. Og er loksins búin að þvo húsið allt að utan - það nefnilega safnast svo fjandi mikið salt í bárujárnið - bundið drullu - svo nú er húsið mitt voða fínt. En þar sem mér lá svo mikið á (ég er pínu hvatvís á köflum) að ég dreif mig beint út í því sem ég var klædd, hvítum buxum, þær eru allar orðnar blettóttar af drulluskvettum og nú ætla ég að skella þeim í vélina með oggu vanish. so I am doing what I am preaching.
En JAnusz held ég hafi alltaf látið barnið njóta vafans - hér koma tvær reglur sem ættu að henta ykkur mæðgum vel í dag
An important principleA child may do the wrong things.
"... A child has the right to lie, to outwit someone, to coerce, to steal. This doesn't mean that he always has the right to lie, outwit, coerce and steal.
If a person didn't have a single chance as a child to pick out the raisons in a cake and pinch them a bit in secret, then he isn't honest; he won't be honest when his character has been formed....
61. Let children make mistakes and let them try to correct them
in a light hearted matter.
... It is your duty to raise human beings, not sheep, workers, preachers but physically and morally healthy human beings. And health is neither gentle or willing to sacrifice.
It is my goal to be accused of being immoral by hypocrites." ...
Kristín Dýrfjörð, 7.7.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.