Arkitektúr og leikskólar

Í október næstkomandi er ráðstefna fyrir þá sem hafa á áhuga í borginni Reggio Emilia á Ítalíu, þar á að fjalla um tengsl leikskólastarfs og þeirrar uppeldisfræðilegu-sýnar sem starfið byggir á. Þar sem lögð er áhersla á samspil umhverfis og þess sem þar á að gerast.

  

Þegar ég hef rætt um arkitektúrinn við fólkið í Reggio Emilia er samlíking við kirkjuna oft notuð. Þegar verið er að hanna og byggja kirkjur er það gert í kringum þær athafnir og þá helgisiði sem þar hafa skapast. Sama þarf að gera þegar verið er að hanna leikskóla og skóla. fyrst þarf að huga að því starfi sem á að fara fram þeim sem ætla að nota bygginguna.

  

Það form  á samveru barna í leikskólum að sitja í hring er t.d. rakið til Fröbels, sem oft hefur verið nefndur faðir leikskólans. Pestalozzi annar frumkvöðull í menntun barna - lét börnin sitja í röðum. Breski félagsfræðingurinn Bernstein hefur sett fram módel m.a. um hverskonar húsnæði hentar hvaða tegund uppeldisfræði. Samkvæmt hans kenningum þurfa skólar sem leggja mikla áherslu á skapandi starf, hópastarf og sameiginlegt nám barna og fullorðinna á allt öðruvísi húsnæði (og stærra) en skólar sem leggja áherslu á gamaldags innlögn. Í ljósi alls þessa tel ég það vera mikilvægt að skoða og pæla í hvernig leikskólar eru hannaðir.

  

Hvernig leikskólar og innviðir þeirra eru sameiginlegt sköpunarverk þeirra sem þar starfa, þeirra sem þar koma og þeirra sem það hanna.

 Ráðstefnan fer fram á ensku og eru takmarkaður fjöldi sem kemst að. Áhugasamir geta fengið skráningarblöð og frekari upplýsingar hjá mér á dyr@unak.is  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: svarta

Leikskóli sonar míns hér í Sheffield er að halda upp á 100 ára afmæli Montessori á morgun. En hann er farinn heim til Íslands og missir af fjörinu  Minns saknar hans og ég held að það sé líka best að ég fari að sofa.

svarta, 5.7.2007 kl. 01:34

2 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Skil það vel - María Montesorrivar merkileg kona, læknir og pedagók - þú veist væntanlega hvernig hún byrjaði, hún veitti því athygli þeim börnum á "fávitaheimilinu" sem hún starfaði við og sem fengu smá örvun (með því að tína mola upp í sig) vegnaði betur en hinum.

Hún var líka fyrsta konan á Ítalíu til að ljúka læknanámi, 1907 stofnaði hún Casa dei Bambini, hún þurfi að flýja undan fasistastjórn Mussolinis til Spánar, þaðan þurfti hún svo að fara þegar spænska borgarstríðið braust út. Í flestum leikskólum nútímans má sjá hluta af arfi Maríu Montesorri í einu eða öðru formi.  

Kristín Dýrfjörð, 5.7.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

ps. Uppledisfræðileg skráning sem mér verður tíðrætt um er að hluta þróuð frá hugmyndum hennar en það gerði annar ítali Loris Malaguzzi, sennilega einn merkasti hugsuður í uppeldismálum á 20 öldinni.

Kristín Dýrfjörð, 5.7.2007 kl. 01:54

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Áhugavert innlegg. Hef lengi verið hrifin af kenningum Reggio Emilia. Kynntist þeim fyrst í Jydsk pædagogiske seminarium í Árósum árið 1985 þar sem ég var í námi. Seinna var ég á námskeiði hjá Ragnheiði, (man ekki hvers dóttir) á Akranesi í kringum 1993. Hef notað margt í kennslu frá Reggio. Væri til í að koma - spurning um tímann.

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 02:16

5 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Danir og Svíar voru með þeim fyrstu utan Ítalíu sem tóku að líta til reggio Emilia og þess sem þar var að gerast. Lorist Malaguzzi heimsótti Danmörku nokkrum sinnum, meðal annars gerði danska ríksisjónvarpið um hann merkilega heimildarmynd á sínum tíma. 

En hér kemur ein setning úr sýningarskánni frá Reggio Emilia sýningunni 1988 á Kjarlvalstöðum.

Barnið fæðist fyrsta sinn. Hvenær og hvernig það nær síðan að fæðast öðru sinni ræðst af tímafrekri og erfiðri vinnu við að öðslast eigin sjálfsvitund. ... maðurinn verður að kynnast ´sjálfum sér til að verða öðrum kunnugur. en einkum verður maður að þekkja sjálfan sig í öðrum - það er lokatakmarkið.

INTERNATIONAL SEMINAR

Architecture and Pedagogy in dialogue

Reggio Emilia, Italy

October 10-13, 2007

The International Seminar “Architecture and Pedaogy in dialogue” will offer the opportunity to build

a relationship among Pedagogy, Design and Architecture with the contribution of educators,

designers, architects at a local, national and international level.

The International Seminar has also the goal to give a contribution to the Reggio Emilia permanent

research on the environment for young children.

Ecological, social, cultural, political aspects of an environmental education, physical space and the

importance of organization among space, materials, furniture, children and adults will be part of the

programme.

The role of the community and the complexity of the different contexts will characterize the work

that will be built together.

The programme of the International Seminar will also include:

- Exchanges of experiences between the participants and the protagonists of the Reggio

Emilia experience on the topics of environment, pedagogy and architecture

- Visit to the town and cultural places of the town of Reggio Emilia

- Visits to the Reggio Emilia Municipal and Cooperative Infant-Toddler Centres and

Preschools

- Visit to the International Centre Loris Malaguzzi

- Visit to exhibitions

The organization of the days will be based on plenary sessions, lectures, presentations, discussion

groups and workshops.

Language: Italian/English

Reggio Children

Via Bligny 1/a

42100 Reggio Emilia, Italy

apseminar@reggiochildren.it

www.reggiochildren.it

Kristín Dýrfjörð, 5.7.2007 kl. 02:29

6 identicon

Sæl Kristín

Mér finnst mjög áhugaverð þessi umfjöllun um húsnæði og leikskólastarf, við erum nýfluttar í mjög fínan leikskóla, sem við hönnuðum í kringum okkar starf. Amk að hluta til, reyndum líka að horfa til framtíðar. Við gáfum okkur góðan tíma og vorum með frábæran arkitekt.  Það væri gaman að fá þig í heimsókn og skoða með ,,gagnaugunum".

Bestu kveðjur, Sigrún

Sigrún Þórsteins (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 11:12

7 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það væri meira en vel þegið að fá að koma í heimsókn - kannski ég hringi bara fyrr en seinna og renni í Hólminn

Kristín Dýrfjörð, 5.7.2007 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband