21.5.2007 | 18:06
Dagur á Iðavelli
Eitt þeirra verkefna sem mikla athygli vakti var "gjósandi eldfjall". "og svo sprakk það, alla leið upp í loft upp í ljósið" sagði Ingi og hló og hló. En valdi svo að færa sig á öruggari stað áður en græna eldgosið hófst aftur. Særún vildi vera viðstödd tilraunir með eðlisþyngd og skráði allt nákvæmlega hjá sér í litla bók. Fyrir aftan hana sat háskólanemi og skráði líka nákvæmlega .
Særún náði í fjarstýringu og beindi henni að mér og setti mig í gang. Ég sagði í gegn um op á pappakassa hvað væri helst í fréttum. Það sem var helst í fréttum þennan dag á Iðavelli var heimsókn leikskólakennaranema frá háskólanum á Akureyri.
"Hvort er þyngra hestur eða lamb?" spurði annað barn og lét þau svo vega salt. Hvort skyldi hafa verið þyngra? Hvað gerist ef ég set rauðan lit saman við gulan? Spurði Anna. "Sjáðu, sjáðu það er hægt að breyta nagla í segul" heyrðist einhverstaðar.
Svona förum við að því að styrkja rannsóknareðli barna sagði Arna Valsdóttir vin- og samstarfskona mín einu sinni og sannarlega hefur hún rétt fyrir sér. Takk fyrir börn og starfsfólk á Iðavelli. Þið eruð alltaf yndisleg.
Á morgun á ég annan jafn skemmtilegan dag fyrir höndum - ég get vart beðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.