ég þoli ekki hávaða

 Ég þoli ekki hávað – ég verð þreytt í hávaða, ég missi einbeitingu og ég verð pirruð. En á meðan ég starfaði sem leikskólakennari var hávaði gjarnan hlutskipti mitt. Þess vegna hefur það líka verið áhugamál mitt lengi að skoða hvað hægt er að gera innan leikskólanna til að draga úr þeim hávaða sem þar er.

 

Hljóð endurkastast frá sléttum flötum svipað og ljós endurkastast frá spegli. Það fer eftir því horni sem hljóðið lendir á fletinum hvernig endurkastið verður. Við vitum að það er ýmislegt sem stöðvar endurkastið og í mörgum leikskólum hefur verið unnið markvisst að því að bæta hljóðumhverfið. Við höfum sett dúka á matarborðin, við höfum sett fílttappa undir stóla, við höfum hengt myndir og teppi upp þannig að virki sem hljóðmanir. Við höfum sett stórar mottur á gólf. En svo var kannski málað yfir hljóðeinangrandi plöturnar í loftinu. Auvitað eiga sérfræðingar í hljóði að taka þátt í hönnun leikskóla.

 

Annars held ég því fram, án allra rannsókna að hluti af vandamálum leikskóla, sé of mörg börn. það sé ástæða tíðra mannaskipta, ástæða hluta einbeitingaskorts og allsslags vandamála í bæði barna og starfsmannahópnum.  Ekki misskilja ég á ekki við of mörg börn á starfsmann, ég á ekki við of stóra hópa, ég á við að við erum að setja allt of marga einstaklinga inn í sama rými. Við erum með allt of fáa fermetra fyrir hvert barn í leikskólunum okkar inn á deildum.

 

Hugsið ykkur að vera í stöðugu kokteilpartý alla daga og þá getið þið ímyndað ykkur hvernig ástandið er oft í leikskólum. Í morgun las ég grein í blaðinu (þessu nafnlausa), þar sem rætt var um börnin sem framtíðina. Í mínum huga er þau ekki fyrst og fremst framtíðin – þau eru nútíðin, þess vegna þurfum við að gera eitthvað strax .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband